Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 196
194
Jón Þórarinsson og Ámi Kristjánsson
Skimir
hníptri klettahæð uppi yfir borginni gnæfir kastali þeirra,
Hohensalzburg, byggður á mörgum öldum, ramger og óunn-
inn, þrátt fyrir óteljandi árásir og umsátur. Þar leituðu erki-
biskuparnir skjóls á ófriðartímum ásamt fylgdarliði sínu, og
ber kastalinn enn vott um herkænsku þeirra og grimmd, ert
lika stórhug þeirra og fegurðarskyn.
Á suður- eða vesturbakka árinnar Salzach, í elzta hluta
borgarinnar, liggur þröng og fornfáleg gata, sem nefnist Ge-
treidegasse eða Kornmangaragata. Á einum stað liggur að
götunni dálítið torg, Hagenauerplatz, og andspænis því stend-
ur hátt og gamallegt hús, sem nú ber áletrunina „Mozarts
Geburtshaus“, er gefur til kynna, að tónsnillingurinn frægi
hafi fæðzt þarna.
Þetta hús stóð af sér skipulagsbreytingu erkibiskupanna,
sem áður var að vikið, því að heimildir eru fyrir því, að
árið 1585 var það selt lyfsala nokkrum, og má enn sjá á úti-
dyrahurðinni auðkenni stéttar hans: höggorm í Ijónskjafti.
Skömmu upp úr 1700 varð Hagenauer nokkur kaupmaður
eigandi hússins og eftir hann sonur hans. Eftir þeim er torg-
ið nefnt, þar sem húsið stendur.
Þessir feðgar leigðu Leopold Mozart, fiðlu-
leikara og síðar hljómsveitarstjóra í þjónustu
erkibiskupsins, þriðju hæð hússins, og flutt
ist hann þangað, nýkvæntur, 1747. Kona hans var Anna
Maria Pertl, dóttir minni háttar embættismanns í St. Gilgen,
í nánd við Salzburg. f þessu húsi bjuggu þau hjón í meira en
25 ár, og þar fæddust böm þeirra öll, sjö að tölu. En aðeins
tvö þeirra lifðu það að verða ársgömul: Maria Anna, kölluð
Nannerl, og drengurinn, sem frægur varð undir nafninu
Wolfgang Amadeus. Leopold Mozart segir frá fæðingu hans
í bréfi, sem dagsett er í Salzburg 9. febrúar 1756:
„ . . . Þá flyt ég yður enn þau tíðindi, að konan min varð
léttari og ól son að kvöldi hins 27. janúar klukkan 8.
Fylgjuna varð að taka. Því var hún óeðlilega lasburða á
eftir. En nú líður móður og bami vel, guði sé lof. Þau
senda yður kveðju sína. Sveinninn heitir Johannes Chryso-
stomos Wolfgang Gottlieb.“
Fædtlur Wolf-
gang Amadeus.