Skírnir - 01.01.1956, Síða 77
Skírnir
Hugleiðingar um merkingar orða
75
um skilningi þeir þættir af hugmyndum málnotanda um
merkingarmið, sem liggja innan þeirra takmarka, sem venjur
málsamfélagsins helga. Höfuðþættir hennar eru þrír, eins og
um hefir verið rætt: tilvísun til merkingarmiðs, viðhorf mál-
notanda til merkingarmiðs og venjubundin notkunartakmörk
málsamfélagsins.
Eina athugasemd vil ég þó gera. Ég hefi notað hér að fram-
an hugtakið hugmynd. Ég vil taka fram, að ég hefi notað
það í víðtækri merkingu. Ég hefi látið það fela í sér bæði
hugsun og tilfinningu. Merking flestra orða er blendingur
þessa tvenns. Kalla mætti þann þáttinn, sem hugsunina varð-
ar, hugtœkan, en hinn, sem tilfinninguna varðar, geStœkan.
Ogden og Richards nota orðið symbolic, en Stern cognitive
um það, sem ég kalla hugtækur. Báðir nota þeir emotive um
það, sem ég kalla géStækur. Merking vísindalegra orða er
yfirleitt hugtæk, en merking skammaryrða er geðtæk. Megin-
hluti orða liggur hins vegar mitt á milli, hafa hugtækan og
geðtækan merkingarþátt.
Það liggur tæpast milli hluta, að á fyrstu stigum mann-
legs máls hefir merking orða verið að verulegu leyti géðtœk.
Þannig er því t. d. háttað um mál barna á fyrstu stigum mál-
þróunarinnar, en frá upphafi hlýtur málið þó að hafa verið
að einhverju leyti hugtækt. Eftir því sem menning eykst,
ber meira á hinum hugtæka þætti málsins, en í öllu tali er
þó einhver geðtækur þáttur.
Athuga ber, að hinn geðtæki þáttur málsins getur verið
með tvennu móti:
1. Tilfinning getur verið miðið, sem merking orðs vísar til.
Ef ég segi: Ég reiddist vísar merkingin „reiddist“ til
miðs, sem er tilfinning.
2. Mörg orð bera geðtækan blæ, sem er fastur þáttur í
merkingu þeirra, án þess þó að miðið sé tilfinning. Þann-
ig er því t. d. háttað um orðin trunta og gœöingur, sem
áður var á minnzt.