Skírnir - 01.01.1956, Qupperneq 274
272
Ritfregnir
Skírnir
heldur einungis mót eða fundur konungs og þeirra ráðgjafa hans, sem
voru hjá honum hverju sinni eða hann stefndi til sín, er taka þurfti mik-
ilvæga ákvörðun um málefni rikisins. En þessir ráðgjafar voru ýmiss
konar höfðingjar, svo sem háklerkar og jarlar, svo og embættismenn við
hirðina. Þeir voru menn, sem aðstoðuðu konung við stjóm landsins, en
þeir höfðu engin sérstök réttindi til að vera ráðgjafar hans framar en hann
vildi, og þeir vom ekki fulltrúar þjóðarinnar í þeim skilningi, að þeir
skyldu gæta hagsmuna hennar og réttar gagnvart konungi, nema ef hann
braut lögin. Þau voru allir skyldir að varðveita. „Witenagemot" á þvi
ekki skylt við „British Parliament", eins og sumir hafa ætlað.
Þar sem „witenagemot11 var ekki regluleg samkoma, var það ekki hald-
ið á ákveðnum stað né ákveðnum tíma. Oftast var það þó haldið þar,
sem konungur dvaldist lengstum, og einkum á stórhátíðum, er flestir há-
klerkar og aðrir höfðingjar vora staddir við hirðina. En vikið var frá
hvoru tveggja, ef brýna nauðsyn bar til.
Á einum stað ber höfundur lítillega saman stjómhagi á íslandi og
Englandi á einu skeiði miðalda og tekur réttilega fram, að þeir hafi verið
mjög ólíkir. En þar langar mig til að gera smáathugasemd um eitt atriði.
Höfundur telur, að á 12. öld hafi orðið hnignun á hinum heiðnu siða-
reglum Islendinga og hin unga kristni hafi ekki getað bætt úr því nógu
fljótt. Af því hafi sprottið stjórnleysi og lítilsvirðing á lögum með þeim
afleiðingum, að þjóðin missti sjálfstæði sitt. Auðvitað er höfundi ljóst, að
önnur skilyrði vora hagstæð fyrir þessa þróun. En skoðun þessi er ekki
ný og þarfnast leiðréttingar. Lítilsvirðing sú, sem vart verður á lögum
á 12. og 13. öld, á sjálfsagt að mestu leyti rætur sínar að rekja til bar-
áttunnar milli landslaga og guðslaga (o: hins kanóniska réttar), en senni-
lega einnig að einhverju leyti til hinnar miklu nýmælagerðar og laga-
breytinga, sem komu hinum mesta glundroða á lögin. Hinir harðsnún-
ustu kirkjuhöfðingjar neituðu jafnvel stundum að hlýða landslögum, og
gróf það smám saman undan virðingu fyrir þeim, er þeim varð ekki uppi
haldið. En auðvitað breytir þessi athugasemd engu um meginniðurstöður
prófessors Tryggva.
Aftan við meginefni bókarinnar eru margir viðaukar til nánari skýr-
ingar einstökum atriðum. Hafa sumir þeirra kostað geysimikla vinnu
eins og raunar öll bókin. Hér skal getið tveggja, sem mest ber á. Annar
er skrá um votta í skjölum frá dögum Játvarðar konungs. Reynir höf-
undur að benda á, hverjir þeir séu, framar en skjölin sjálf gera, og er
þar mikil mannfræði saman komin. Hinn viðaukinn fjallar um uppruna-
gildi skjala, o: hvort þau séu fölsuð eða ófölsuð, og beitir höfundur þar
mikilli skarpskyggni. Er ekki að efa, að sá kafli verður skjalfræðingum
að miklum notum og raunar einnig sagnfræðingum beint og óbeint.
Prófessor Tryggi er íslenzkur í báðar ættir og talar íslenzku fullum fet-
um, þótt hann sé fæddur í Vesturheimi. Hann er og sýnilega vel kunn-
ugur bókmenntum vorum að fomu og nýju, einkum sagnfræðibókum,