Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 220
218
Jón Þórarinsson og Árni Kristjánsson
Skirnir
Á náðir
draumar, sem, ef þeir rættust, myndu geta mildað mér
þetta miklu fremur dapra en glaða líf. . ..“
Vonbrigði Mozarts í þessari ferð höfðu
. . orðið margvísleg, og var honum þungt um
upsms. er aftur heim til Salzburg
í janúar 1779. Og ekki mun honum hafa verið ljúft að þurfa
nú aftur að leita á náðir erkibiskupsins með svofelldum orð-
um:
„Náðugi herra!
Virðulegasti fursti hins heilaga rómverska rikis!
Allra náðugasti lávarður og herra!
Þegar Cajetan Adlgasser lét af störfum, voruð þér,
náðugi herra, svo lítillátur að taka mig í þjónustu yðar.
Ég bið yður þess vegna auðmjúklegast að veita mér heim-
ild fyrir stöðu sem hirðorganleikari .. .“
Tókst hann nú á hendur starf konsertmeistara að nýju og
varð jafnframt organleikari við hirðina og í dómkirkjunni,
enda féllst erkibiskup nú á að veita honum nokkru meira
frelsi til ferðalaga en áður hafði verið. Þrátt fyrir þetta gegndi
Mozart þessum störfum með lítilli gleði, og ekki undi hann
sér betur en áður í fæðingarborg sinni.
En brátt fékk hann viðfangsefni, sem honum var að skapi.
Það var ný ópera, sem sýna átti í Munchen og hlaut nafnið
„Idomeneo, re di Creta“. Þessi ópera vakti óhemju-hrifningu
og jók mjög á frægð Mozarts sem óperutónskálds. En þegar
hann var að jafna sig eftir erfiðið við sviðsetningu óperunn-
ar, fékk hann skyndilega boð frá húsbónda sínum, erkibisk-
upinum, um, að hann skuli tafarlaust koma til fundar við
hann í Vín. Mozart brá skjótt við, kom til Vínar eftir fjögra
daga ferð, 16. marz 1781, og dvaldist þar síðan að mestu það,
sem hann átti eftir ólifað.
Móttökurnar, sem hann fékk hjá erki-
biskupinum, voru ekki uppörvandi. Hann
var látinn búa í húsi erkibiskups og settur til borðs með
þjónustufólki hans, og var þessi meðferð mjög ólík því, sem
Mozart átti að venjast af öðrum tignarmönnum. Erkibiskup
1) 31. desember 1778.
Kaldar kveðjur.