Skírnir - 01.01.1956, Side 144
142
Gunnar Sveinsson
Skímir
3. bekk lærða skólans 1859. Hann lauk stúdentsprófi 1863 og
kandidatsprófi úr Prestaskólanum 1865, var síðan um hríð
kennari í líeykjavík, en vígðist til Kjalarnesþinga 1867. Hann
fékk lausn frá prestsþjónustu 1873 og var erlendis næsta vet-
ur, en hafði einnig verið árlangt utan 1871—72. Ritstjóri
blaðsins Þjóðólfs í Reykjavík var hann 1874—80. Hann var
prestur í Odda 1881—87 og síðan á Akureyri, unz hann fékk
lausn frá prestskap árið 1899. Eftir það naut hann heiðurs-
launa til skáldskapariðkana til æviloka. Hann andaðist 18.
nóvember 1920.
Matthías var þegar á barnsaldri farinn að bera við að
yrkja. 1 Ljöðmœlurn I (Seyðisfirði 1902) er upphafskaflinn
talinn ortur á árunum 1850—65. Mörg kvæðanna eru ekki
tímasett, svo að vafi leikur á um, hvort þau eru ort, áður en
hann kom í skóla, á skólaárum hans í lærða skólanum eða
Prestaskólanum. Öll þessi kvæði nema eitt1) eru tekin upp í
3. heildarútgáfu Ljóðmæla Matthíasar 1936,2) og þar eru auk
þess mörg önnur kvæði frá æskuárum hans, hið elzta, Nýárs-
vísur til frú Th.K. (532), tímasett 1853. Matthías mun hafa
ort um 20 kvæði, sem prentuð eru þar, áður en hann fór í skóla
1859, en sem skólaskáld í lærða skólanum hefur hann ort
a. m. k. 40 kvæði auk ljóðanna í Útilegumönnunum. Kvæðin
frá Flateyjarárunum eru eingöngu bragðdauf tækifæriskvæði,
og hið sama má raunar segja um mikinn hluta skólakveð-
skapar hans, einkum framan af. Áhrifa á þennan æskukveð-
skap gætir einkum frá Jónasi Hallgrímssyni, sem Matthías
mat ætíð mest allra íslenzkra skálda. Sem dæmi má nefna
Vorvísu 1858 (717), sem minnir m. a. á 9. vísu Sólseturs-
ljóða Jónasar. Þá hefur Renedikt Sveinbjarnarson Gröndal
haft snemma nokkur áhrif á kveðskaparstíl Matthíasar, gert
hann íburðarmeiri en áður, sbr. FœSingardagsvísur til ung-
frú Valborgar Þ.Egilsen (530—31), systur Gröndals (ortar
1858).
1 Ljóðmælum Matthíasar er aðeins eitt kvæði, sem hann
orti árið, sem hann fór í skóla (1859). Er það jafnframt ein-
1) Til Páls MelstéSs, skólabráÖur mins, 13.—14. bls.
2) Hér á eftir verður jafnan vitnað til bls. í þeirri útgáfu.