Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 268
266
Ritfregnir
Skímir
sögu. Ræðir hann þar einkum um hin elztu pappírshandrit og sýnir fram
á, að þau hafa á köflum sjálfstætt gildi, t. d. megi með hjálp þeirra fá
svo að segja heilan Möðruvallabókartexta af sögunni. — Jón Jóhannesson
prófessor skrifar um Aldur Grœnlendinga sögu og kemst að þeirri niður-
stöðu, að hún sé með elztu Islendinga sögum, rituð fyrir aldamótin 1200,
og því miklu eldri en Eiriks saga rauða. Er því hér um algerlega breytt
mat á heimildum um Vínlandsferðirnar að ræða. — Magnús Már Lárus-
son prófessor ritar um Námskostnaö á rniööldum hér á landi og dregur
fram dæmi úr Islenzku fornbréfasafni því máli til upplýsingar. •— Pétur
Sigurðsson háskólaritari ritar grein, er hann nefnir Island beztum blóma
og fjallar um nokkuð af þeim kveðskap, sem varð til í sambandi við sálma-
bókina 1801. — Stefán Einarsson prófessor birtir Bœnarskrá bænda í Þoku-
hlíð úr JS. 243, 4to, með skýringum. — Þá ritar Steingrímur J. Þorsteins-
son prófessor grein, sem nefnist Neistarnir kvikna, sem verSa aS báli og
fjallar um fyrstu kvæði Einars Benediktssonar. Leiðir Steingrímur þar í
ljós tvenn erfiljóð eftir skáldið, sem fallin voru í gleymsku. Þau eru frá
árunum 1887 og 1888. — Loks er grein eftir Þorkel Jóhannesson pró-
fessor, ViS verkalok. Ræðir þar um samnefnt kvæði Stephans G. Stephans-
sonar og breytingar skáldsins á kvæðinu frá fyrstu til siðustu gerðar.
Afmælisritið Nordæla er 226 bls. að stærð og vel úr garði gert. Rit-
gerðirnar eru allar nokkurs nýtar, en sumar gagnmerkar. íslenzkum fræð-
um er fengur að bókinni.
GuSni Jónsson.
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til
reformationstid . . . Islandsk redaktor: Magni'is Már Lárusson. Bind I,
Abbed—blide. Bókaverzlun Isafoldar. Reykjavík 1956.
Eins og nafn þessa rits bendir til, fjallar það um norræna menningar-
sögu frá víkingaöld til siðaskipta — eða frá því um 700 e. Kr. fram á 16.
öld -— í alfræðibókarformi. Rit þetta er til orðið við samstarf norrænna
þjóða. Hafa verið skipaðar nefndir i norrænu ríkjunum fimm til þess að
undirbúa útgáfu ritsins og menn verið valdir til þess að vinna að samningu
einstakra greina. öll hafa ríkin lagt fram fé til þessa starfs. tTr hverju
landanna hefir verið ráðinn einn ritstjóri, og fimm forlög — hvert úr sínu
landi — standa að útgáfunni. Islenzku nefndina skipa þessir menn: Þorkell
Jóhannesson háskólarektor, Magnús Már Lárusson prófessor og Ólafur
Lárusson prófessor, sem er formaður nefndarinnar. Magnús Már er jafn-
framt ritstjóri fyrir Islands hönd. Lis Jacobsen dr. phil. í Kaupmannahöfn
er framkvæmdarstjóri nefndanna, og ritstjóri af Dana hálfu, John Dan-
strup mag. art., er aðalritstjóri verksins.
Til þess er ætlazt, að alfræðibók þessi verði í 10 bindum með 7000 dálk-
um (3500 bls.) auk efnisskrár, sem verður í sérstöku bindi. Áætlað er, að
um 4000 greinar verði í ritinu, og er þeim vitanlega raðað í stafrófsröð.