Skírnir - 01.01.1956, Page 39
Skírnir
Huglægni og hlutlægni
37
mótaðist. 1 greininni Myndlist okkar forn og ný 19431) ræðst
hann á natúralismann. 1 athugasemd um fjarvídd og hlutföll
í íslenzkum miðaldamyndum segir hann, að í málverki séu
það ekki „hlutföllin utanúr náttúrunni sem ráða neinu, held-
ur innri lögmál myndarinnar sjálfrar“. List miðaldanna er
„sterk og sönn: og lifandi framar öllu“ þar sem „hún hafði
takmark sitt í sjálfri sér“. (121). List og náttúra hafa ekkert
sameiginlegt, fullyrðir Halldór; þann skilning hafa allir mikl-
ir málarar haft. Hann vitnar til þess, að Picasso hafi sagt,
„sá meistari nútímans sem sameinar meira af allri heimslist-
inni samanlagðri en nokkur annar snillíngur fyr og síðar, án
þess að vera þó annað en Picasso“: „Ef nokkur maður hefur
nokkru sinni séð náttúrlegt listaverk, þætti mér fróðlegt að
heyra um það. Með því náttúra og list eru sitt hvað geta þau
ekki orðið eitt og hið sama. 1 listinni tjáum vér skynjun vora
um það sem náttúran er ekki.“ (122—123). „Lög listarinnar
eiga ekki skylt við lög náttúrunnar“, áréttar Halldór, „held-
ur eru einsog öll siðmenníng, undirokun náttúrunnar. Lista-
maðurinn hefur konúnglega afstöðu gagnvart veruleikanum,
notar hann sem eign sína eftir vild, en veruleikinn verður
að heygja sig undir þau lögmál sem listamaðurinn setur verki
sínu .... Hann líkir ekki eftir náttúrunni, heldur skapar
heim; sinn heim.“ „Veruleikinn er aðeins meðal, aldrei tak-
mark“. (123). Niðurstaðan er að venju afdráttarlaus: „Nátt-
úrustælíngin er hinn fremsti, ef til vill hinn eini óvinur list-
arinnar.“ (124).
Þessir dómar varða að vísu málaralistina. En þeir eru
alveg í samræmi við ummæli Halldórs um frásagnarlistina
nokkrum árum síðar (sbr. bls. 10 hér að framan). 1 báðum
tilvikum er andstaðan við náttúrustælinguna greinileg. Á
einum stað í fyrr nefndri grein ber hann auk þess saman bók-
menntir og myndlist:
Natúralisminn, náttúrustælíngin, er óþekt fyrirbrigði í
íslenskri myndlist eingu síður en íslenskum hókmentum
í þúsund ár, uns nokkrir danskmentaðir rithöfundar fluttu
1) Hér er vitnað til ritgerðarinnar í SjálfsögSum hlutum (1946).