Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 278
276
Ritfregnir
Skímir
ugri en hjartað, og er það eigi síður mælt af virðingu en vanmati á höf-
undinum, aðeins til skýringar. öll list verður að hafa áhrif. En skyn-
semin ein er ekki vænleg til að valda þeim. Til þess að þreifa eftir meiri
æðaslætti, í leit að varanlegri hlýju og von um að nálgast skáldið betur
en auðið er við lestur sögulegra ljóða Hannesar, hefur athygli min beinzt
sérstaklega að þeim kvæðum hans, er vænta má, að skýri lífsreynslu höf-
undarins og innsta hug. Lítum því á þau kvæði næst. Augljósastan trega
skáldsins sjálfs er að finna í kvæðaflokknum, sem hefur éður nefndar
ljóðlínur eftir Hesse að einkunnarorðum. Sjá t. d. síðasta hluta þess flokks,
fallegar visur. En í heild sinni þykir mér þessi flokkur ekki nógu sam-
felldur. Hann er eigi heldur laus við endurtekningar. Svipuðu efni gerir
skáldið miklu betri skil í kvæði, sem nefnist Hin tuö. Þar er sögð gömul
saga, sem er þó ætið ný, ef hún er rituð með hjartablóði höfundarins,
um elskendur, sem „var ekki skapað nema skilja", en minnast ávallt síð-
an draums síns, er verður sameiginlegur gleðigjafi þeirra. Þau vitja hans
„um hraun og fjöll og sitt úr hvorri átt“. Þetta hefur orðið mér annað
tiðlesnasta kvæði bókarinnar. Hitt er Hjá fljótinu. Bæði þessi ljóð fela í
sér einhver þau sannindi úr lifi skáldsins, sem gefa því einlægari tón og
meiri dýpt en flestum sögulegu kvæðunum, þrátt fyrir augljósa ást skálds-
ins á þeim viðfangsefnum. Áhrif þessara tveggja ljóða gleymast mér sízt
allra kvæða bókarinnar, einkum vísnanna Hjá fljótinu. Ösjálfrátt hef ég
lært síðustu ljóðlínumar í þeim, einar allra hendinga i bókinni. Kvæðið
í heild er þannig:
Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit
hið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi
og heyrðu að sunnan sumarvængja þyt
um síki og engi.
Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund
þó fölur beygur hægt um sviðið gengi
er laut hann höfði og sagði í sama mund:
Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund
en treginn lengi.
1 raun réttri eykur þessi bók Hannesar Péturssonar ekki miklu við
hróður þann, er kvæði hans í LjóSum ungra skálda öfluðu honum. En
bókin hefur fært skáldið nær lesandanum, gert hann mannlegri. Af henni
er auðsætt, að hvergi nærri öll kvæði Hannesar eru rituð með guðs fingri,
ef svo mætti segja. Eigi að siður ber KvæSabókin fagurt vitni heiðum
huga óvenju bráðþroska skálds, sem virðist hafa fest órofa tryggð við allt
hið fegursta i íslenzkum menningararfi og við andleg auðæfi yfirleitt.
Af honum ætti að mega vænta mikils. En sjálfsagt finnur enginn betur
en höfundur þessarar faguryrtu og marglofuðu KvæSabókar, hver vandi
honum er á höndum, þegar hann kveður sér næst hljóðs á skáldaþingi.
Þóroddur GuSmundsson.