Skírnir - 01.01.1956, Page 145
Skírnir Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882 143
asta gamankvæði hans frá þessum tíma, Sigurður málari rei'8
á Þingvöll (630—31). Þar er lýst á skoplegan og skemmti-
legan hátt ýmsum undrum, sem bar fyrir Sigurð í ferðinni.
Árið 1860 orti Matthías kvæðið Til Bjössa litla, KvéÖiÖ
fyrir mööur hans, ekkju (738—39). Það er merkilegt vegna
þess, að þar kemur í fyrsta skipti fram, svo að heitið geti,
innilegt trúartraust og einlæg samúð, hvort tveggja meðal
höfuðeinkenna á kveðskap hans siðar. Sama ár orti hann
kvæðið Hvöt (98—99), sem er elzta prentað kvæði hans, sem
er ort undir fornyrðislagi. Er það rösklegt og vel ort. önnur
kvæði Matthíasar frá 1860 eru Til Páls Melsteös, skólabróÖur
míns, sem áður er getið, Vísur til Gunnars stúdents Gunnars-
sonar (531—32), Minni prentsmiÖju íslands og Minni Ein-
ars prentara (499—500). Loks orti hann 4 af 5 minnum,
sem sungin voru á hinni árlegu skólahátíð þá um haustið
(Minni íslands, rektors, prorektors og kennaranna). Voru
þau sérprentuð og því fyrstu prentuðu kvæði hans.
Næsta haust (1861) orti Matthías öll 4 skólaminnin (Minni
FriÖriks konungs hins sjöunda; rektors, B. Johnsens; kennar-
anna og íslands). Að venju voru þau sérprentuð, en hið síð-
astnefnda einnig prentað í Þjóðólfi 19. nóvember 1861. Það
hefur og verið tekið í Ljóðmælin nokkuð breytt (56—57),
en er þar ranglega talið til ársins 1859. Þessi minni bera
vitni um mælsku skólaskáldsins, en eru innihaldslítil, eins og
vænta má. Tvenn fyrstu eftirmæli Matthíasar eru frá árinu
1861. Önnur eru um Magnús Blöndal sýslumann (338). Þau
eru með fornyrðislagi og vel ort undir sterkum áhrifum frá
eddukvæðum. Hin erfiljóðin, ÞórÖur, bróÖir minn (275),
benda fremur fram á við til þess, er koma skyldi. Þar kemur
fram tilfinning og trúarhuggun. 1 upphafi kvæðisins er sorg-
arblænum náð með dapurlegri náttúrulýsingu, sem minnir
mjög á Ðettifosskvæði Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds, en
það birtist einmitt þetta haust í Islendingi.
1 júnímánuði 1861 var Mattlhas tekinn í leynifélagið Leik-
félag andans, sem frá 1862 nefndist Kvöldfélagið. Funda-
bækur þess og skjöl er að finna í Lbs. 486—89, 4to. Má þar
sjá, að hann hefur nokkrum sinnum lesið upp kvæði á fund-