Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 228
226
Jón Þórarinsson og Árni Kristjánsson
Skímir
Berlínarför.
1788, liggtir við, að hann örvænti um sín efni, eins og bréf-
inu til Puchberg vinar hans sýna:
„ .. . Ég hefi orðið að selja kvartettana mína fyrir gjaf-
verð til þess að fá ofurlítið milli handa. Ég sem þess vegna
pianósónötur. Góði vinur, ef þér getið hjálpað mér um
eitthvað, þá gerið það! . . .‘ll)
„ . . . ég gat ekki sofið í alla nótt fyrir verkjum. Hugsið
yður, hvernig ástatt er fyrir mér: veikindi og áhyggjur —
ég bý við skort. Gætuð þér ekki lagt mér eitthvað til?
Ég tek öllu með þökkum, hve lítið sem það er. Það myndi
að minnsta kosti létta um stundarsakir á
yðar einlægum vini, þjóni og hróður,
W. A. Mozart.“2)
Ekki virðist þó sköpunarmáttur Mozarts bíða hnekki af
þessum raunum, því að þetta sumar skrifar hann þrjár síð-
ustu, mestu og frægustu sinfóníur sínar, í Es-dúr, g-moll og
C-dúr („Júpiter“), allar á sex vikum.
Vorið 1789 þá Mozart boð Karls Lichnow-
skys fursta3) að fylgja honum til Berlínar. Þeir
höfðu viðstöðu í Dresden og Leipzig.
Hann skrifar vini sínrun, óþekktum barón:
„Mér var ekki sérlega vel tekið í Dresden. Þeir halda
þar, að þar sé enn allt, sem gott er, af því að þar var
einu sinni margt gott. Að fáeinum sálum undanskildum
virtust mér engir vita um mig annað en það, að ég hefði
komið fram í bemsku á tónleikum í París og London.
Ég lék oft fyrir þessa herramenn, en mér auðnaðist ekki
að hrífa þá, og enginn sagði mér hlýlegt orð í eyra annað
en rugl og þrugl. Þeir báðu mig einnig að leika á orgel,
því að orgelin þeirra em afbragð. Ég sagði þeim, sem
satt var, að ég væri viðvaningur á orgel, en fór samt með
þeim í kirkjuna. Þá kom í ljós, að þeir höfðu þar til
taks annan, ókunnan, listamann, en sá var organleikari
og skyldi sýna mér í tvo heimana. Ég kom honum fyrst
ekki fyrir mig, en hann lék mjög vel, þó að hann sýndi
1) 12. júní 1790. 2) 14. ágúst 1790. 3) Vinur og nemandi Mozarts
og velgerðarmaður Beethovens.