Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 37
Skírnir
Huglægni og hlutlægni
35
við kaupmann og lánardrottna, en láttu okkur um fram
allt ekki freistast til að eiga góða daga, því að þitt er ríkið,
— kannske var erfitt að hugsa sér jafn útvalinn stað fyrir
þessa yndislegu bæn, það var eins og frelsarinn hefði skrif-
að hana fyrir þetta tækifæri. (1,210).
Eða minna má á, hvernig skáldið skilur við Bjart í Sumar-
húsum við sögulok: „Enn einu sinni höfðu þau brotið hæ
fyrir einyrkjanum“ o. s. frv. (11,345).
Sagan um Ólaf Kárason ber oft ljóðrænan, huglægan blæ,
áreiðanlega fremur en nokkur önnur skáldsaga Halldórs. En
það stendur þar í sambandi við, að á löngum köflum speglar
frásögnin sálarlíf sveitarlimsins og skáldsins. Hins vegar staf-
ar það ekki af því, að persóna höfundarins vilji láta svo mikið
á sér bera. Þvert á móti virðist hann stefna að strangari hlut-
lægni í frásögn. Á þetta benda nokkrar minnisgreinar á hand-
skrifaðri forsíðu að fyrstu bók sagnabálksins. Undir sjálfri
fyrirsögninni er tilvitnun „úr enskri krítik“: „He over-writes
and over-explaines“ og auk þess stendur: „Schlichtheit,
schlichtheit, schlichtheit.“ Efni þessara athugasemda er síðan
nokkru nánara skýrt í nokkrum starfsreglum á íslenzku:
Altaf skýríngalaust, hlátt áfram, einfalt, eins og alt
væri auðskilið einmitt til að undirstrika það sjaldgæfa
og fágæta.
Einga útsláttarsemi. Eingin gönuhlaup. Draga úr öllu
verbositeti, leggja sem mest í hina einföldu plastik setn-
ínganna.
Hafa samtölin sem þýðíngarlausust, einmitt til að und-
irstrika þýðíngu þeirra.1)
Það virðist tæpast geta verið tilviljun, að bókin ber sama
nafn og smásaga Hemingways The Light of the World. Sú
saga birtist í íslenzkri þýðingu eftir Halldór og nefndist Ljós
heimsins.2) Sú stílhugsjón, sem hann dregur upp á handrits-
blaðinu, sem nefnt var, er einnig stilhugsjón Hemingways.
1) Jóni Helgasyni í Kaupmannahöfn þakka ég fyrir að hafa lánað
mér handrit af Ljósi heimsins.
2) Þýðing sögunnar The Light of the World birtist í ISunni 1934, bls.
347—56, með stuttum inngangi þýðanda.