Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 175
Skímir Bein Páls biskups Jónssonar 173
eigi miðr af ollum trésmíðum á fslandi en áðr kirkjan sjálf“
(Bs. I, 132). 1
Þessi veglega kirkja brann 1309 i tíð Árna biskups Helga-
sonar (1304—1320), og segir svo um brunann í Laurentíus-
sögu: „Þat var til tíðinda á fslandi þenna tíma, at brann
kirkja i Skálholti næsta dag fyrir Pálsmessu, svá skjótt sem
er ein máltíðarstund drykklaust; var þá hvártki eptir kol né
aska; kom ór lopti sá eldr.“ (Bs. 1,884).
Árni biskup hófst þegar handa um smiði nýrrar kirkju,
og var hún sú fjórða í röðinni. Hún brann 1527 á dögum
Ögmundar biskups. Biskupaannálar segja svo frá brunanum:
„En annan dag julii að kveldi kom eldur í kirkjuna í Skál-
holti, nær um miðjan aftan. Sumra sögn er það, að sá eldur
hafi komið af lofti, en aðrir segja, að þeir hafi haft eld með-
ferðis í glóðarkerum og rit við stöpulinn, .... Með fyrsta,
þá eldurinn kom í kirkjuna, þá var vindurinn á norðan, svo
reykinn lagði fram á staðinn, svo að sviðnuðu húsin, því eld-
neistarnir hrutu þangað og af fjalviðnum, en svo varð, með
guðs vilja, að vindinum sneri, og kom hann rétt á sunnan,
og lagði þá eld og reyk norður eftir túni. En þá allt var
brunnið til kola, þá kom svo mikil helliskúr, að lækirnir runnu
um vellina, og sú skúr slökkti allan eldinn niður. Það sagði
síra Einar mér [o: afi annálshöfundar], að þá hefði hann
verið í ferð með síra Þórði Ölafssyni í Görðum á Álftanesi,
af því afi minn bjó þá í Laugarnesi, en þá þeir ætluðu
að riða, þá kom þessi skúr á; þeir biðu hana af sér, en hún
var ckki lengur yfir en það ein hálftunna hún var drukkin
út af XXX mönnum, og stóð aldri á henni haninn“ (Safn I,
64—65).
ögmundur biskup lét þegar hefja smíði nýrrar kirkju, sem
var fimmta kirkjan, er reist var í Skálholti, og tók smíði
hennar tíu ár og var þó aldrei að fullu lokið.
Gísli biskup Jónsson lét uppbyggja eða öllu heldur endur-
bæta kirkjuna 1567, og í því ástandi mun hún hafa verið,
þar til hún var rifin og Brynjólfur Sveinsson biskup byggði
nýja kirkju á staðnum, 1650. Það var hin sjötta kirkja og síð-
asta dómkirkja í Skálholti, og stóð hún fram um aldamótin