Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 158
156
Guirnar Sveinsson
Stímir
unnusta hans verður vitstola, en stúlkan, sem að þessu er
völd, drekkir sér. Ekki er nógu vel á þessu harmsöguefni
haldið til þess, að sagan sé áhrifamikil, en hún er laglega
rituð. Sagan Eiðrofarnir1) fjallar um ástir og brigðlyndi, sem
stafar af misskilningi, en að lyktum fellur allt í ljúfa löð
með elskendunum. Þessi saga, þar sem allt fer vel að lokum,
er mun betur gerð en harmsagan Guðrún og Sigríður, enda
hefur bjartsýnin verið Indriða eiginlegri en bölsýnin. 1 báð-
um sögunum má greina áhrif frá Jóni Thoroddsen: falsbréf
í fyrri sögunni og lýsing á sveitasælu í hinni síðari. Þriðja
sagan er ÞyrniviSarblaSið. (FrumritiS í Gests anda)2), en
Gestur Pálsson hafði þá ritað 2 sorglegar sögur í Fjölsvinn.
Þar segir Indriði frá einstæðingspilti, sem kemur heim úr
langferðalagi til að hitta ástmey sína, en hún er þá dáin.
Hann leitar uppi leiði hennar og finnst þar helfrosinn morg-
uninn eftir. Um þessa sögu skrifaði Gestur lofsamlegan rit-
dóm í blaðið.
Sú skáldskapargrein, sem Indriði lagði jafnan mesta rækt
við og gat sér beztan orðstír fyrir þegar í skóla, var leikrita-
gerð. Fyrst samdi liann ásamt Janusi Jónssyni (síðar presti)
ómerkilegan gamanleik í 1 þætti, Erkibiskupsvalið,3) I páska-
leyfinu 1869 hóf Indriði að semja Nýjársnóttina og lauk
henni árið eftir. Upphaflega var hún í 4 þáttum og sýnd í
Reykjavík milli jóla og nýjárs 1871, en síðan stytti Indriði
hana nokkuð, og var hún prentuð í 3 þáttum á Akureyri
1872 (2. prentun í Rvík 1907 (breytt) og 3. útgáfa 1950).
Efni þessa vinsæla leiks er þjóðsagnakennt og svo alkunnugt,
að þarflaust er að rekja það hér. Þessu byrjandaverki er í
ýmsu áfátt, m. a. eru persónurnar sviplitlar, en meðferð þjóð-
sagnaefnisins er með ágætum, og einstakar leiksýningar eru
gæddar töluverðu áhrifamagni. Leikritið Hellismenn samdi
Indriði í skóla, en breytti þeim fyrsta veturinn, sem hann
var í Kaupmannahöfn. Voru þeir sýndir í Reykjavík í árslok
1873 (prentaðir þar í 5 þáttum 1897). Uppistaða leiksins
1) Fjölsvinnur, jan. 1871, Lbs. 3320, 4to, 74.—113. bls.
2) Sama, okt. 1871, Lbs. 3321, 4to, 17.—26. bls.
3) Sama, des. 1870, Lbs. 3320, 4to, 59.—65. bls.