Skírnir - 01.01.1956, Síða 114
112
Jóhann Gunnar Ólafsson
Skírnir
IV
Magnús eignaðist tvö börn óskilgetin. Hvergi hef ég séð
nafngreint barn það, sem hann átti með þeirri konu, er
skilnaður þeirra Ástríðar reis út af. En hún virðist hafa ver-
ið vinnuhjú í Vigur. Sennilega hefur það dáið ungt.
I Eyrarannál Magnúsar Magnússonar, sýslumanns á Eyri
í Seyðisfirði, er svohljóðandi klausa við árið 1686: „Einnig
kenndi Guðbjörg Jónsdóttir, þá gift Magnúsi Jónssyni í Vig-
ur, Sigurð Magnússon að faðerni, þá 6 vetra, áður var hann
haldinn Jónsson“.
Þetta kemur heim við sakeyrisreikning úr Isafjarðarsýslu
árið 1685—1686. Þar eru gerð skil fyrir sekt Magnúsar, 1*4
ríkisdal, og þess getið, að brot hans sé annað frillulífisbrot,
en hennar fyrsta. Að vísu var fyrra brot Magnúsar hór-
dómsbrot, eins og áður segir, og hlýtur sýslumaður að hafa
vitað það.
Guðbjörg Jónsdóttir var ekki gift Magnúsi, eins og ætla
mætti eftir frásögn annálsins. Komman hefur lent hér á
röngum stað. Þegar Magnús gaf faðernislýsinguna var Guð-
björg gift Jóni Sigurðssyni, síðar bónda á Skarði i Ögursveit
og Vigur. Magnús hafði áður með leynd viðurkennt að vera
faðir Sigurðar. Þess er getið, að Sesselja, seinni kona Magn-
úsar digra, hafi fundið, eftir hann látinn, gjafabréf frá árinu
1681, þar sem hann gefur Sigurði launsyni sínum Eyri í
Skötufirði með 9 vætta landskuld og 8 kúgildum. Þetta hef-
ur farið hljótt og bendir til undirmála milli þeirra Magnús-
ar, Jóns og Guðbjargar, hvað sem friðslitunum hefur valdið
1686. Sigurður mun einmitt vera fæddur árið 1681, því að
23 ára er hann talinn í manntalinu 1703.
Páll Vídalín lögmaður í Víðidalstungu, tengdasonur Magn-
úsar digra, kom í Vigur vorið 1702, til þess að ljúka skiptum
eftir hann, með Ástríði og Sæmundi Magnússyni á Hóli,
föður Sesselju, síðari konu Magnúsar. Taldi hann Sigurð á
að afsala sér jörðinni til erfingja Magnúsar. Yfirlýsing Sig-
urðar var gerð 14. maí 1702, og var hann þá staddur í Vigur.
Ári síðar er Sigurður farinn að búa í Vigur, á nokkrum hluta