Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 267
Skímir Ritfregnir 265
stöðvar, auka tilfinningu þeirra fyrir uppruna sinum og gera þá að
rótfastari Islendingum.
Séra Jón Guðnason hefur unnið bæði gott verk og mikið með samningu
og útgáfu þessarar bókar.
Ólafur Þ. Kristjánsson.
Nordæla. AfmæliskveSja til Sigurðar Nordals sjötugs. Helgafell 1956.
Bók þessi er safn af ritgerðum eftir ýmsa kunna íslenzka fræðimenn
og gefin út til heiðurs dr. Sigurði Nordal prófessor, núverandi amhassador
Islands í Kaupmannahöfn, i tilefni af sjötugsafmæli hans hinn 14. sept.
1956. Sigurður Nordal hefir í marga áratugi verið oddviti íslenzkra fræða
bæði heima og erlendis, og hann hefir verið kennari allra þeirra, sem út-
skrifazt hafa úr heimspekideild háskólans frá upphafi og fram á þennan
áratug. Itök hans og áhrif eru því mikil og víðtæk, og að maklegleikum
hefir honum verið margs konar sómi sýndur. Þegar hann var 65 ára, gáfu
hinir yngri nemendur hans út afmælisrit honum til heiðurs, og nefndist
það Á góSu dœgri og flutti ritgerðir um ýmiss konar efni, mest bókmennta-
legt. Hið nýja afmælisrit, Nordœla, er sams konar þakklætis og heiðurs
vottur Sigurði Nordal til handa. Um það hefir annazt fjögra manna rit-
nefnd, er í voru háskólakennararnir Halldór Halldórsson, Jón Jóhannes-
son Steingrímur J. Þorsteinsson og Þorkell Jóhannesson. en þeir eru allir
nemendur Sigurðar.
Nordœla hefst, svo sem venja er um sams konar rit, með Tabula gratula-
toria, sem hefir að geyma nöfn 195 einstaklinga og stofnana hérlendra og
erlendra. Þá taka við 14 ritgerðir eftir íslenzka fræðimenn. Vegna þeirra
lesenda Skírnis, sem hafa ekki afmælisritið með höndum, skal þessara rit-
gerða stuttlega getið. -—■ Bjarni Einarsson lektor ritar grein, sem nefnist
Bardaginn á Dinganesi, um síðustu viðureign Gunnlaugs og Hrafns, og
bendir á hliðstæðu og fyrirmynd þeirrar frásagnar í Sörla þætti af Hjaðn-
ingavigum. — Björn Sigfússon háskólabókavörður ritar greinina Forn-
klassískt siSerni og tilvitnarár meistara Jóns, — og Björn K. Þórólfsson
skjalavörður greinina VœlugerSisdómur Brynjólfs biskups (1645) um dóms-
vald klerka. Einar Öl. Sveinsson prófessor ritar greinina Um Ormar hinn
unga, kappann Illhuga, bœkur og dansa, sem fjallar um bókmenntaleg
vixláhrif milli Islands og nágrannalandanna, einkum Noregs og Færeyja,
á miðöldum, og uppruna nokkurra kappakvæða og dansa. — Halldór Hall-
dórsson docent ritar greinina Leggir og skautar, þar sem hann gerir sögu-
lega og málsögulega grein fyrir íþrótt þessari. — Halldór Hermannsson
prófessor skrifar um Sögulega staSi og ræðir um Þingvöll og Reykholt. —
Þá kemur grein eftir Jakob Benediktsson orðabókarritstjóra, er nefnist
Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae? Talið hefir verið, að rit
þetta væri eftir Sigurð Stefánsson skólameistara í Skálholti (d. 1595), en
Jakob færir að því óyggjandi rök, að höfundurinn sé Oddur biskup Einars-
son. — Jón Helgason prófessor ritar Athuganir um nokkur handrit Egils