Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 45
Skímir
Huglægni og hlutlægni
43
um, sem hafa tekið á sig mannsmót, þó ýmist með oflánga
höku, ofstórt nef eða ægilegan hárlubba, en óumbreytanlegar
frá sama sjónarhorni hvort sól skín eða ádynur hregg.“ (II,
229). Líkingin við hrjúfar klettamyndanir stuðlar að því að
gefa lýsingunni skarpari drætti í bókstaflegum skilningi og
efla þannig myndræn áhrif hennar.
Tíðum getur það verið aðeins ein leiftursýn, sem brugðið
er upp fyrir hugskotssjónir lesandans. 1 Rotterdam rakst Jón
Hreggviðsson á konu í húsasundi. Hún lét hann fylgja sér
„eftir þraungum flóruðum gaungum, og síðan gegnum húsa-
garð þarsem þögulir kettir sátu hver á sinni dyrahellu og
reistu burstirnar, en létust ekki vita hver af öðrum“. (I, 153).
Kettirnir gera myndina lifandi og marka vídd sviðsins. Þetta
orkar sem djúpvídd myndar í bókstaflegri merkingu.
1 Kaupmannahöfn var Jóni haldið um tíma í fangaturni,
þar sem gluggarnir lágu svo hátt, að enginn hafði í manna-
minnum séð út um þá. „Eina skemtunin á þessum stað var
sú ef snöggvast brá á vegginn hverfulum skugga af væng-
breiðum fugli sem flaug fyrir.“ (I, 239). Þetta er lifandi
dráttur, og hefir auk þess táknræna merkingu: kveðja frá
frelsinu til fanganna í turninum.
öðrum sefjandi ljóshrifum er komið fyrir í frásögninni af
því, hvernig farið er með Jón niður í svartholið á Bessastöð-
um. Þjónar landfógetans lesa sig niður kaðalstiga á eftir hon-
um til þess að leggja á hann járn:
Þægindi voru ekki inni önnur en mjór bálkur með gæru-
skinni, kamarsdolla og höggstokkur, og lá öxi væn á högg-
stokknum en hjá henni leirkrukka með vatni. Ljósker bryt-
ans lýsti andartak á þessa mynd, höggstokkinn, öxina og
leirkrukkuna, í því mennirnir sneru burt. (1,53).
Seinni setninguna í þessu atriði vantar á samsvarandi stað
í fyrsta handriti Islandsklukkunnar. Hins vegar er hún komin
í næsta handriti. Það sýnir, hve markvíst skáldið hefir unn-
ið að því að ná myndrænum áhrifum. Einmitt þessi snögg-
lýsta svipmynd úr svartholinu hefir orðið fyrirmynd að kápu-
skreytingu á fyrstu útgáfu bókarinnar, á sinn hátt vitnis-
burður um, að myndin hefir vakið athygli lesandans.