Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 139
Skírnir íslenzkur skólaskáldskapur 1846—1882 137
1 kver eitt í Lbs. 1898, 8vo hefur Páll stúdent Pálsson rit-
að skólaskáldskap eftir Steingrím frá árunum 1846—51. Eru
þar 58 kvæði og vísur og auk þess stutt saga, HélukerfiS.
Af þessum kvæðum birtust 8 í Bræðrablaði 1848—49 (flest
nafnlaust), en í desember 1849 hættu skólapiltar að rita blað-
ið. Rösklega helmingur kvæðanna í kverinu eru náttúrukvæði.
Hin elztu þeirra eru stirðleg að kveðandi og hugsunin oft
óljós og óstöðug. Yfir mörgum náttúrulýsingum Steingríms
frá þessum árum hvílir þó léttari og ljúfari blær. Bregður
þá fyrir þeirri mýkt, sem einkennir að jafnaði hin síðari
náttúruljóð hans. Æskukvæðin verða þá stundum ljóðræn,
en jafnframt þunglyndisleg, og skýtur þá gjarna umhugs-
uninni um dauðann upp í huga skáldsins (Sláttuvísur og
KveSið í berjamóum). — Náskyld náttúrukvæðum Steingríms
eru ástakvæði hans. Eitt af þremur fyrstu kvæðunum,
sem hann birti skólabræðrum sínum í Bræðrablaði 30. apríl
1848, heitir Ástin.1 2) í öðru samnefndu kvæði í kvæðakver-
inu lýsir hann ástartrega og tekst þar vel að túlka hugblæ
með náttúrulýsingum, en annars yrkir hann fremur um
ástarþrá og ástarunað. Ljúfast og hugþekkast af þess konar
skólaljóðum hans er KveSiS í fjarlægS. Það er prentað í Ljóð-
mælum hans með heitinu Yfir hafiS") og er þar lítið breytt
frá upphaflegri gerð þess. — Tvö fyrstu kvæðin, sem prent-
uð voru eftir Steingrím, voru tækifæriskvæði. Annað þeirra,
íslands minni, birtist nafnlaust í Lanztíðindum 5. nóvember
1849, en er til i eiginhandarriti hans í ÍB 523, 8vo. Hitt
kvæðið, Fyrir gléSileikinn, var sérprentað ásamt öðru kvæði
eftir Jón Þorleifsson undir heitinu KvœSi, sungin viS gléSi-
leik í Reykjavíkurskóla 20,-—-22. desemberm. 1849 og er einn-
ig án höfundarnafns, en að sögn Jóns er það eftir Steingrím.3)
Bæði eru kvæðin tilkomulítil. — Nokkrar gamanvísur eru til
eftir Steingrím frá skólaárum hans í Lbs. 1898, 8vo og Lbs.
230, 8vo og eru fyndnar, þótt sumar séu grófar. Er hér að
1) Lbs. 3317, 4to, 177.—78. bls. Prentað nokkuð breytt í Ljófimœlum
Steingríms, 3. útg. (1910), 162. bls., og nefnist þar Óskin.
2) Ljóðmæli (1910), 156,—57. bls.
3) Sjá fyrmefnt bréf til Helga Hálfdanarsonar í Lbs. 508, fol.