Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 273
Skírnir
Ritfregnir
271
samt, eins og kirkjulegt mál er venjulega, en talmálið, mállýzkurnar,
hafði breytzt og orðið einfaldara að beygingu. Jafnframt því að bilið jókst
þannig milli ritmáls og talmáls, rýrnaði hlutur þjóðlegra erfða við það,
að útlendingar, einkum danskir, settust í sæti andlegrar stéttar manna í
Noregi. Stundum var þetta afleiðing af pólitík páfakirkjunnar, en oftast
stóð norræn sameiningarstefna á bak við. Þessi sameiningarstefna leiddi
og til þess, að það voru útlendingar, sem aðallinn endurnýjaðist af, og
til dæmis var fjöldi þýzkra manna í borgarastéttinni í Ósló.
Með þessum hætti lýsir bókin því, hvernig Norðmenn misstu sitt gamla
sérstaka ritmál.
Annars er hér ekki færi á að ræða einstök atriði bókarinnar. Hún er
prýdd mörgum myndum af fornum bréfum, auk nafnaskrár og orðaskrár.
Þetta verk er vel unnið og virðist áreiðanlegt — þrátt fyrir hlálega prent-
villu á káputitli. Þarna er varpað ljósi yfir myrkan kafla norskrar mál-
sögu, og bókin á erindi til allra, sem hafa áhuga á þeim efnum.
Olav T. Beito.
Tryggvi J. Oleson: The Witenagemot in the Reign of Edward the
Confessor. A Study in the Constitutional History of Eleventh-Century
England. Published in co-operation with the University of Manitoba by
University of Toronto Press. Toronto 1955. — x-j-188 bls.
„Witenagemot" (o: mót hinna vitru eða reyndu) var nafn á einhvers
konar samkomu, sem tiðkaðist á Englandi á timum Engil-Saxa, en heim-
ildir um það eru ákaflega óljósar, og.hafa skoðanir fræðimanna því verið
mjög skiptar um eðli þess i nálega öllum greinum. Orðið „witenagemot"
kemur hvergi fyrir í lögum né skjölum. Það kemur aðeins fyrir nokkrum
sinnum í hinum engil-saxnesku annálum á ll.öld og síðar. En merking
þess er þar óglögg, og hvetur það til hinnar mestu varfærni við að draga
mjög ákveðnar ályktanir, enda má fastlega gera ráð fyrir, að eðli „wit-
enagemots" hafi breytzt með tímanum. Prófessor Tryggvi takmarkar
rannsókn sína við stjómarár Játvarðar hins góða (1042—1066), en jafn-
vel á þeim tíma gat eðli þessrar samkomu breytzt.
Enn fremur er getið um samkomur, sem menn ætla af lýsingum, að
hafi verið „witenagemot", og loks eru til ýmsir skjallegir gerningar, sem
menn telja víst, að gerðir hafi verið á slikum samkomum, þótt það verði
naumast sannað. Allar þessar heimildir hefur prófessor Tryggvi athugað
vandlega og metið eftir föngum, og að þeirri rannsókn lokinni hefur hann
dregið sínar ályktanir um „witenagemot" frá öllum hliðum. Víkur hann
þar í ýmsum greinum frá skoðunum eldri fræðimanna og jafnan með
gildum rökum, að því er virðist, þótt einstök atriði geti stundum orkað
tvímælis.
Prófessor Tryggvi kemst að þeirri niðurstöðu, að „witenagemot“ hafi
ekki verið fastmótuð stofnun með ákveðnum stjórnskipulegmn réttindum,