Skírnir - 01.01.1956, Page 90
88
Páll S. Árdal
Skirnir
formanna, sem er engum breytingum undir orpinn. Ef við
viðurkennum nú með lesandanum, að Plató bregði upp mynd
af forminu „ríki“, er hér um ríki að ræða, sem er ekki ein-
ungis raunverulegra, heldur einnig betra en mannleg þjóð-
félög. Ef við erum því sammála Plató, vitum við, að við ætt-
um að reyna að breyta þjóðskipulagi okkar þannig, að það
líktist sem mest ríki hans. Við sjáum því, að réttlætanlegt er
að líta á verk Platós sem forskrift. Ef við sannfærumst, að
kenning hans sé rétt, þykjumst við vita, að hverju við eigum
að stefna, en ekki einungis, hvernig eitthvað sé.
Ég hef reynt að benda á, að í siðfræði Platós er hægt að
finna leiðbeiningar um það, hvernig mönnum beri að breyta,
en rangt væri að draga af þessu þá ályktun, að siðfræðingar
hafi ætíð leitazt við að leggja mönnum nýjar lífsreglur. Kant
virtist telja, að menn vissu yfirleitt mætavel, hverjar skyldur
þeirra væru1), en leitast við að grafast fyrir um, hvað gefi
verkum okkar siðrænt gildi. Hann komst að þeirri niðurstöðu,
að verk okkar hefðu siðrænt gildi, ef við gerum skyldu okk-
ar einungis vegna þess, að það er skylda okkar. Ef við sjáum
beiningamann, kennum í brjósti um hann og gefum honum
ölmusu, er engan veginn víst, að verknaður okkar hafi sið-
rænt gildi. Siðrænt gildi hefur slíkur verknaður aðeins, ef við
mundum hafa gefið ölmusumanninum peninga, jafnvel þótt
við hefðum ekki kennt í brjósti um hann. Andstæðingar Kants,
fylgjendur heillastefnunnar (hedonistic utilitarianism), greina
á milli gildis verknaðarins og þess, sem verknaðinn fremur.
Rétt er ætíð að gera það, sem leiðir af sér meiri ánægju en
annað, sem ég hefði getað gert. Þeir menn eru góðir, sem
hafa tilhneigingu til að gera ætíð það, sem eykur ánægjuna
í heiminum sem mest. Ekkert er því til fyrirstöðu, að Kant
og andstæðingar hans aðhyllist sömu siðaboð eða siðareglur,
þótt ekki séu þeir á einu máli um, hvers vegna við eigum
að fylgja þeim. Við skulum til dæmis gera ráð fyrir því í
svipinn, að Bentham, forvígismaður heillastefnunnar í Bret-
landi, hafi verið sammála Kant um, að rangt sé að ala menn
1) Sjá bls. 22 í annarri útgáfu Grundlegung zur Metaphysic der Sitten.