Skírnir - 01.01.1956, Page 65
Skírnir
Ólafur konungur Goðröðarson
63
orms í auga. Ari getur þess eigi, og er vafasamt, að hann hafi
þekkt það. 1 Fóstbræðrasögu, Eyrbyggja sögu og Njáls sögu
er hún nefnd Þóra, í Sturlunga sögu Álof, en í konunga sög-
um Áslaug.1 Ágreiningurinn, sem er að einhverju leyti sprott-
inn af því, að Ari gat ekki nafnsins, sannar auðvitað ekki,
að ættrakning Ara sé röng, en gerir fornar ættartölur tor-
tryggilegar yfirleitt. Hins vegar veitir nafn Helga Ólafssonar,
sem í öðrum heimildum er talinn til annarrar ættar, þótt
yngri séu, mönnum það ráð að treysta langfeðgatali Ara með
varúð. Er jafnvel ólíklegt, að hann hafi verið kominn af Yngl-
ingum. 1 islenzkum fornritum verða því ekki fundin nein ótví-
ræð rök gegn þvi, að Ólafur konungur í Dyflinni hafi verið
sonur Goðröðar konungs á Vestfold.
Samkvæmt framansögðu bendir margt til þess, að Ólafur
konungur af Vestfold og Ólafur konungur í Dyflinni hafi ver-
ið einn og sami maður, og eru sum þau rök svo sterk, að
stappar nærri sönnun. Hins vegar mælir ekkert svo fastlega
á móti, að hrundið fái þeirri skoðun. Verður því ekki hjá því
komizt að gefa henni gaum, þegar saga norrænna víkinga
er rakin.
[SamiS upp úr fyrirlestri, sem fluttur var á víkingafundi 26. júlí 1956].
1 Smbr. Gustav Storm: Kritiske Bidrag til Vikingetidens Historie
(1878), 119—121.