Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 166
164
Gunnar Sveinsson
Skírnir
í sögum Einars, eins og fram kemur í efnisvalinu (leitaS
lausnar á raunhæfu viðfangsefni). Fimmtán ára unglingur
hefur svarið stúlku, sem er 10 árum eldri en hann, að hann
skuli ekki kvænast annarri konu en henni og segja henni, ef
hann hætti að elska hana. Átta árum síðar fær hann ást á
annarri stúlku, heldur þá síðari eiðinn, en hún leysir hann
frá hinum fyrri. Þetta er bezta skólasaga Einars, en þó er
sögugangurinn reyfarakenndur og mannlýsingar óskýrar.
Sagan Orgeli'Ö1) birtist neðanmáls í Þjóðólfi 16. okt. 1880 til
23. maí 1881. Þar segir frá ungum manni, sem vill koma á
hinum nýja kirkjusöng í sókn sinni, en mætir andstöðu for-
söngvarans, fósturföður síns, sem lætur þó undan að lokum,
og verður ungi maðurinn tengdasonur hans. -— Skólasögur
Einars eru laglega ritaðar og þýðar að blæ, einkum tvær síð-
astnefndu sögumar og tvær hinar fyrstu. Þegar í fyrstu sög-
unni kemur fram íhugasemi og hæfileiki til þess að lýsa skýr-
lega ýmsum atvikum hins daglega lífs. Þar gætir nokkuð við-
kvæmni, sem síðar fer dvínandi.
Leikritið Brandmajórinn samdi Einar í skóla, og sýndu
skólapiltar það milli jóla og nýjárs 1880.2) Það er nú glatað
að öðru leyti en því, að 2 kvæði úr því eru varðveitt í Lbs.
1316, 4to.
Eftir að skólanámi lauk í Reykjavík, sinnti Einar mjög
skáldskapariðkunum í sömu greinum og í skóla: ljóðagerð,
leikritun og einkum samningu skáldsagna. Rithöfundarhróður
hans fór æ vaxandi, en í síðustu verkum hans var honum þó
farið að förlast. Skólaskáldskapur hans er reyndar varla nema
svipur hjá sjón, ef borinn er saman við síðari verk hans, en
segja má, að skólakvæði hans og sögur séu vænleg byrjanda-
smíð.
Jón Þorkelsson fæddist í Ásum í Skaftártungu 16. apríl
1859. Hann settist í lærða skólann 1876, lauk stúdentsprófi
1882 og meistaraprófi í norrænum fræðum frá Kaupmanna-
hafnarháskóla 1886. Síðan dvaldist hann áfram í Höfn við
1) Aðalbók fél. Ingólfs III (1880—81), Lbs. 3338, 4to, 27.—73. dálkur.
Lesin á Ingólfsfundi 10. október 1880.
2) Sjá Aðalbók fél. Ingólfs III, 285. dálk, og Þjóðólf 16. jan. 1881.