Skírnir - 01.01.1956, Síða 219
Skírnir
Wolfgang Amadeus Mozart
217
hve Salzburg er mér viðurstyggileg, — ekki einungis fyr
ir þau rangindi, sem við faðir minn kær höfum orðið að
þola þar, sem væru þó í sjálfu sér næg ástæða fyrir okk-
ur til þess að vilja gleyma þeim stað og afmá úr endur-
minningunni! . . . Ef til vill misskiljið þér mig og haldið,
að mér þyki of þröngt um mig í Salzburg. Ef svo er,
skjátlazt yður stórum. Ég hefi þegar skýrt föður mínum
frá ástæðunni. En að svo stöddu verðið þér að láta yður
þá skýringu nægja, að Salzburg er hæfileikum mínum
ósamboðin! Fyrst og fremst vegna þess, hve tónlistarmenn
eru þar í litlum metum, og í öðru lagi af því, að þar er
ekkert að heyra, ekkert leikhús, engar óperusýningar! Og
enda þótt þess væri talin þörf, hverjir myndu fást til
þess að syngja þar? — Hljómsveitin í Salzburg hefir síð-
ustu 5 eða 6 árin verið auðug af öllu, sem óþarft er og
einskis nýtt, en harla fátæk af því, sem að gagni mætti
koma, og örsnauð af því, sem ekki má án vera. Þannig
er ástandið! . . .4Sl)
Á 1 ' I 'ð Mozart kom víða við á heimleiðinni og hélt
marga tónleika, sem færðu honum mikla hylli,
en lítið fé. Weber-fjölskyldan frá Mannheim var í Múnchen
um þessar mundir, og heimsótti Mozart hana þar, en varð
þá fyrir þeim sáru vonbrigðum, að Aloysía, draumadísin, var
orðin honum afhuga með öllu. Hann skrifar föður sínum:
„ . . . í dag get ég ekki annað en grátið, —- hjarta mitt er
svo úr hófi meyrt. . . 2)
Leopold þótti syni sínum dveljast óþarflega lengi í Mun-
chen og mun hafa þótzt fara nærri um, hvað glepti fyrir
honum. Hann minnist í einu bréfi sínu á „skemmtilega
drauma“, — en Wolfgang er ekki skemmtun í hug:
„ . . . Hvað eigið þér við með „skemmtilegum draumum11?
Um drauma yfirleitt skal ég vera fáorður. Alla dauðlega
menn, hvar sem þeir eru á jarðarkringlunni, dreymir
einhvern tíma. En „skemmtilegir draumar"! Kyrrlátir
draumar, hressandi, ljúfir draumar! Þannig eru þeir
1) París 7. ágúst 1778.
2) Munchen 29. desember 1778.