Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 246
244
Sigurður Þórarinsson
Skirnir
sjálfstæði sitt, var það blátt áfram óframkvæmanlegt fyrir-
tæki fyrir nokkum Noregskonung að gera út svo stóran flota,
að hann gæti tekið svo fjölbýlt og fjarlægt land herskildi. Ef
fólksfjölgunin hefði verið hliðstæð á Islandi og í Noregi og
Svíþjóð, væri íbúatala landsins nú hærri en ein milljón. En
héi' varð þetta með öðrum hætti. Árið 1800 er íbúatala Nor-
egs orðin 883 þúsund og hafði meira en þrefaldazt síðan um
1100, en þá er íbúatala Islands komin niður í 47000, eða
rúman helming af því, sem hún var um 1100 og er þá orðin
næstum 19 sinnum minni en íbúatala Noregs, sem þó er ekk-
ert Gósenland á evrópskan mælikvarða. Orsakir þessarar fólks-
fækkunar em margar, en ekki hvað sízt þrotlaus barátta við
náttúruöflin, eld, ís og óblíða náttúru.
Ég nefndi það áðan, að ísland lægi á mörkum þess að vera
byggilegt menningarþjóð. Forfeður vorir hafa fljótt komizt
að því, að þetta land var land íss og elds. Þótt engum heim-
ildum væri til að dreifa öðrum en örnefnum, væri hægt að
draga þá ályktun. Þau mörgu nöfn, er byrja á kald-, nöfn
eins og Kaldbakur, Kaldidalur, Kaldakinn, tala sinu máli um
vonbrigði manna, sem komu frá löndum með hlýrri veðráttu,
þau vonbrigði, sem em túlkuð í ljóðlínunum: „Kröpp em kaup,
ef hreppik Kaldbak, en ek læt akra“. Hinn mikli aragrúi nafna,
sem tengd em eldinum í iðmm landsins, nöfn sem byrja á
varm-, reyk-, laug-, eld-, sýnir, hvílíkt undrunarefni jarðhit-
inn hefur verið innflytjendunum. Það er vart til sá vottur
jarðhita nærri byggðu bóli á íslandi, að eigi hafi hann orðið
tilefni örnefnis. Hitt mun þó hafa orðið ennþá meira undr-
unarefni þeim mönnum, sem alizt höfðu upp við rætur forn-
grýtisfjalla Norðurlanda og Bretlandseyja, er hin íslenzku
eldfjöll tóku að sýna sitt rétta eðli. Þeir höfðu byggt sér ból
við rætur þeirra fjalla sem annarra fjalla, og fyrsta reynsla
þeirra af hinu sanna eðli þeirra varð oft næsta dýrkeypt. Er
ekki ólíklegt, að áhrifa slíkra náttúruhamfara gæti í ragna-
rakalýsingu Völuspár. Og er ekki leyfilegt að gera ráð fyrir
því, að baráttan við hin óblíðu náttúruöfl hafi alið á þeirri
örlagatrú, sem gengur eins og rauður þráður gegnum íslenzk-
ar fornbókmenntir?