Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 193
Skírnir
Áss hinn almáttki
191
Auðsætt er, að Snorri Sturluson hefur lítið vitað um Ull, en
þó tekur hann fram, að gott sé að heita á Ull í einvígi. Önnur
atriði, sem Snorri telur um Ull, benda ekki til átrúnaðar,
heldur til goðsagna: að Ullur hafi verið sonur Sifjar og stjúp-
sonur Þórs, bogmaður og skíðamaður. Hins vegar sýna ör-
nefni í Svíþjóð og Noregi, að Ullur hefur verið allmikið dýrk-
aður um eitt skeið, og minni um dýrkun hans koma fram
i Grímnismálum og Atlakviðu, eins og áður er getið. Rökin,
sem henda til þess, að Ullur sé hinn almáttki áss, eru eink-
um þessi:
1) Það getur ekki verið tilviljun, að talað er um að sverja
a8 hringi Ullar í Atlakviðu. Hér virðist vera um baugeið að
ræða, en hinn almáttki áss var einmitt nefndur í eiðstaf,
þegar svarið var að baugi. Baugurinn var að vísu kallaður
stallahringur á íslandi, enda var hann varðveittur á stalli í
hofum. Hér er eflaust um sama fyrirbæri að ræða. Atlakviða
kallar bauginn hring Ullar; hún hefur geymt minni um forn-
an átrúnað á Ulli, en fslendingar kölluðu bauginn stallahring,
af því að hringurinn var geymdur á stalla og dýrkun Ullar
var löngu gleymd. Baugurinn hlýtur að hafa verið kallaður
hringur Ullar af þeirri einföldu ástæðu, að hann var á ein-
hvern hátt tengdur dýrkun Ullar, og er ekki ósennilegt, að
guðinn hafi verið nefndur í eiðstaf, sem notaður var, þegar
við bauginn var svarið. Nú vitum við að vísu of lítið um
átrúnað á Ulli, til að hægt sé að rökstyðja þetta til hlítar, en
vitnisburður Atlakviðu er svo þungur á metunum, að fram
hjá honum verður ekki gengið.
2) f Grímnismálum er Óðinn látinn komast svo að orði:
UUar hylli hefir ok allra góSa, sá sem tekr fyrstr á funa.
Orðalagið hylli Ullar og allra goða bendir til ákalls, svipaðs
því, sem kemur fyrir í eiðstafnum. Orðin hollur og hylli voru
notuð í heiðnum og kristnum áköllum bæði á íslandi og á
Norðurlöndum. Af orðum Óðins má ráða, að Ullur hafi verið
höfuðguð, enda eru aðrar heimildir til fyrir því, þótt hér
verði látið nægja að benda á eina. í Danasögu Saxós, þriðju
bók, segir, að Uilur (Ollerus) liafi tekið við völdum af Óðni
um tíu ára skeið, bæði sem konungur og guð. Síðan var Ull-