Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 38
36
Peter Hallberg
Skírnir
Haustið 1940, eftir að síðasta bindið af sagnabálknum um
Ólaf Kárason kom út, þýddi Halldór einnig skáldsögu Hem-
ingways A Farewell to Arms. 1 stuttum formála bendir hann
m. a. á tiltekna líkingu milli frásagnarstíls þessa ameríska
nútímaskálds og fslendingasagna. Það er vel hugsanlegt, að
sefjandi og dráttskarpur stíll Hemingways hafi átt nokkurn
þátt i, að Halldór tók að sjá fornbókmenntir þjóðar sinnar í
nýju Ijósi. Hann hefir að minnsta kosti komið auga á, að
þessar gömlu sögur geta jafnvel kennt sagnamönnum nútím
ans margt. 1 þeirri sögu, sem hann tók nú að undirbúa, hefir
hann líka nálgazt frásagnarlist sagnanna. Um hreina ytri
stælingu er ekki að ræða í íslandsklukkunni. Hin nýja stíl-
hugsjón er tjáning á öllum anda verksins. En hér á það ekki
við að ræða nánara sambandið milli stíls sögunnar annars
vegar og lífsskoðunar hennar og mannskilnings hins vegar.1)
Ég hefi hugsað mér að takmarka mig hér við að gera stutta
greinargerð fyrir því, hvernig Halldór reynir í Islandsklukk-
unni að ná hlutlægni í frásögn og „skapa listræna blekk-
íngu“. Hann dregur upp sviðlýsingar og mannlýsingar með
skörpum, hreinum dráttum. Atburðirnir í þessari sögu fá á
sig myndrænan blæ og standa fyrir hugskotssjónum lesand-
ans sem málverk. Vitaskuld hefir slíkra þátta ekki verið vant
áður í verkum Halldórs. En við nánari rannsókn kemur í ljós,
að þeir gegna miklu meira hlutverki í listrænum heildar-
áhrifum Islandsklukkunnar. Ef fylgzt er með vinnu höfund-
arins frá handriti til handrits, kemur einnig í ljós, hve mark-
víst hann hefir keppt að þessari myndrænu verkun.2)
Það er í þessu sambandi lærdómsríkt að athuga hugleið-
ingar skáldsins um myndlist á þeim árum, sem skáldverkið
1) Nokkrar hugleiðingar um þetta efni birtust í ritgerð minni Um sög-
una af Jóni HreggviSssyni, Árna Árnasyni og SnœfríSi fslandssól í Skírni
1947.
2) Ég þakka prófessor Sigurði Nordal, ambassador í Kaupmannahöfn,
fyrir að lána mér handritin af fslandsklukkunni, Hirvu Ijósa mani og Eldi
í Kaupinhafn. — Verkið sem heild er í ritgerðinni nefnt Islandsklukkan.
Hér er ávallt vísað til fyrstu útgáfu. En með því að vafi gæti leikið á,
við hvert bindi sagnabálksins er átt, eru þeir hér merktir I, II, III.