Skírnir - 01.01.1956, Side 164
162
Gunnar Sveinsson
Skímir
Einar
Hjörleifsson
Kvaran.
Islands og varð ritstjóri Isafoldar ásamt Bimi Jónssyni 1895
—-1901, Norðurlands á Akureyri 1901—04, Fjallkonunnar i
Reykjavík 1904—06 (fyrst meðritstjóri, en
síðan einn) og loks ýmissa tímarita. Eftir það
dvaldist hann áfram í Reykjavík og naut rit-
höfundarlauna, en var skrifstofustjóri Al-
þingis 1909—11. Ættarnafnið Kvaran tók hann sér 1916.
Hann andaðist í Reykjavík 21.maí 1938.
Yitað er nú um hér um hil 50 kvæði eftir Einar frá skóla-
ámm hans. Eru þau flest varðveitt í ritsöfnum skólapilta, en
nokkur voru sérprentuð: 4 skólaminni 1878 og Kve'Sja til síra
Matthíasar Jochumssonar við burtför hans úr Reykjavík . . .
11. d. fúním. 1881. En fyrsta kvæði Einars, sem birtist al-
menningi, var prentað í Þjóðólfi 25. september 1878: erfiljóð
um Eggert Jónsson frá Mælifelli. Næst birtist þar Djákninn
á Myrká 21. maí 1880. Skólaljóð Einars em sviplítil, en áferð-
arsnotur. Þau bera vitni um tilfinninganæmi og draumlyndi,
og em mörg dapurleg. 1 ástakvæðum sínum yrkir hann um
fegurð og unað ástarinnar, eins og í kvæðinu Til þín,1) en
einnig um sáran skilnað og dauða, eins og í KvéSju.2) Auð-
sætt er, að mörg hinna heimsádeilukenndu og þunglyndis-
legu kvæða Einars eru ort fyrir áhrif frá Kristjáni Jónssyni,
t. a. m. minna kvæði Einars Nóttin3) og Allt jafnar sig4) á
kvæðið Allt breytist eftir Kristján. Áhrif frá öðmm skáld-
um em mun ógreinilegri. Þó er upphafið á kvæðinu Nótt5)
sniðið eftir Sumamótt (Sólu særinn skýlir) eftir Steingrím
Thorsteinsson, en er miklu dapurlegra. En Einar orti einnig
gamankvæði, og er smákvæðið Misskilningur og samkomu-
lag,6) sem býr yfir léttum gáska, gott dæmi um þess háttar
kveðskap hans. Af tækifæriskvæðum hans er bezt fyrrnefnd
1) Aðalbók fél. Ingólfs II (1879—80), Lbs. 3336, 4to, 136,—37. dálkur.
2) Rit Bandamf. III (1877—78), Lbs. 3327, 4to, 5. bls.
3) Aðalbók fél. Ingólfs I (1878—79), Lbs. 3335, 4to, 302,—304. dálkur.
4) Sama II, 198.—202. dálkur.
5) Rit Bandamf. III (1877—78), Lbs. 3327, 4to, 69. bls.
6) Sama III, 156. bls.