Skírnir - 01.01.1956, Qupperneq 272
270
Ritfregnir
Skimir
Per Nyqnist Grötvedt: Skriftspráktradisjon ved Hallvardskirken og
Mariakirken i Oslo 1350—1450. Det Norske Videnskapsakademi i Oslo
1954. 291 bls.
Dr. Per Nyquist Grötvedt er mikill starfsmaður. Hann er kennari við
menntaskóla í Nordstrand, skammt frá Ösló, og hefur auk þess gert marg-
ar merkilegar rannsóknir í norskri málsögu fyrri tíma. Til dæmis hefur
hann rannsakað hljóðfræðilega handrit Borgarþingslaga frá árunum 1300
—1350 og málið á bréfum lögmanna i Ósló 1350—1450. Báðar þessar
ritgerðir komu út í ritum vísindafélagsins í Ósló, 1939 og 1948, en Grö-
tvedt hefur einkum beitt sér að rannsóknum suðausturnorsks máls á tíma-
bilinu 1300—1450, einmitt á þeim tima, er danskra og sænskra áhrifa fer
að gæta meir en áður í sögu þessara mállýzkna norskrar tungu. Og hann
hafði sínar góðu og gildu ástæður til að einbeita sér framar öðru að
þessu tímabili þama: „I slutten av middelalderen lá landets ökonomiske
og politiske tyngdepunkt i ströket pá begge sider av Folden (Oslofjorden)
fra Mjöstraktene i nord tii Götaelv og Grenland i syd. Det var her det
norske skriftspráks skjebne ble avgjort.“ (Skriftspráktradisjon, 227. bls.).
— Þessu efni hafði ekki verið sinnt sem skyldi, og Grötvedt hefur þar
bætt úr þörf.
„Skriftspráktradisjon ved Hallvardskirken og Mariakirken i Oslo 1350
—1450“ fjallar í rauninni um meira efni en heitið segir til um. Höfundur
tekur þar einnig til athugunar almennt ritmál annars staðar en við kirkj-
ur Hallvarðar og Mariu í Ósló, og hann reynir að varpa ljósi á afstöðu
ritmálserfðar og talmáls. Því reynir hann stöðugt að kanna, hver bréfritar-
inn er, hvaða málsstigi hann er vaxinn upp úr og hann reisir ritmál sitt á.
Hann tekur því til meðferðar sérstaldega bréf biskupa og annarra andlegr-
ar stéttar manna við Hallvarðarkirkju, þá bréf prófasta, kanslara og ann-
arra prestlærðra við Maríukirkju og loks bréf á öðrum mállýzkum rit-
málsins. Eftir því sem mögulegt er, gefur hann nauðsynlegar upplýsingar
um bréfritarana, áður en hann ræðir bréfin sjálf.
Þessir ólíku hópar eða flokkar bréfa sýna samt þrátt fyrir allt í höfuð-
dráttum eina og sömu mynd málsins. Til hér um bil 1400 eru þau rituð á
fornnorsku máli og hafa ýmis einkenni, sem eru sameiginleg austurnorsk-
um mállýzkum, til dæmis samræmi sérhljóða og ekki nema stundum u-
hljóðvarp á undan u, sem hélzt. Eftir 1400 taka gamlar ritmálserfðir að
leysast upp, og má einkum sjá merki þess í bréfum frá mönnum í aðals-
stétt, en lengst heldur hið gamla hefðbundna mál sér í landvistarbréfun-
um, sem eru rituð eftir föstum fyrirmyndum og voru veitt mönnum, er
konungur hafði gefið upp sakir.
Orsakirnar til þessarar upplausnar eru margar. Kirkjan var öðrum frem-
ur sá aðili, sem varðveitti erfðir gamals ritmáls, og trúlega hefur hátið-
legt talmál svarað til ritmáls kirkjunnar. Þetta kirkjumál náði sérstak-
lega til trúarlegra og kirkjulegra efna og var auk þess í nokkru samhengi
við gamalt lagamál, en dugði ekki á öðrum sviðum. Þetta mál var ihalds-