Skírnir - 01.01.1956, Page 136
134
Gurrnar Sveinsson
Skimir
sem hann hefur ort til Magnúsar Grímssonar.1) Kvæðin eru
tilkomulítil, en 2 hin siðarnefndu eru ljóðræn að blæ og ekki
ósnotur. — HryggbrotiS nefnist stuttur ljóðaleikþáttur, sem
birtist án höfundarnafns í Bræðrablaði 22. janúar 1848,2) en
er eignaður Sveini í JS 402, 4to. Er hann klaufalega ortur
undir sama hætti og Borðsálmur Jónasar Hallgrímssonar.
Hann var tvisvar sunginn fyrir bæjarbúa við leiksýningar
skólapilta í janúar 1848. — Loks er laglega samið ævintýri
eftir Svein í Bræðrablaði 16. desember 1848, og heitir það
Stórhugáði fífillinn.3) Það minnir á ævintýrið Fífil(inn)
eftir Jón Þórðarson, t. a. m. er efnisatriðunum likt við mann-
lífið eins og þar.
Að loknu námi orti Sveinn lítið eitt, og hafa aðeins örfá
kvæði hans varðveitzt. Kunnast þeirra er SveitarkveSja, sem
prentuð var í 2. útgáfu Snótar 1865. Þótt Sveinn væri ekki
skáld, var hann hagyrðingur í betra lagi og smekkvís feg-
urðarunnandi.
Jón Þorleifsson var fæddur 12. maí 1825 að Hvammi í
Dölum. Hann hóf nám í lærða skólanum 1846, lauk stúd-
entsprófi 1851 og Prestaskólaprófi 1853. Ár-
ið 1855 var hann vígður til Fljótshlíðarþinga,
fékk Ölafsvelli 1858 og fluttist þangað 1859,
en andaðist þar árið eftir, 13. febrúar 1860.
Jón hafði fengizt nokkuð við að yrkja, áður en hann kom
í skóla. í Lbs. 239, 8vo er kvæðasafn hans frá árunum 1842
—43, 60 blaðsíðna kver, sem hann nefnir SrnásmíSi. Hann
ritaði og skólakveðskap sinn frá árunum 1848—51 í sérstakt
kver, Hitt og þetta.4) Eru þar um 70 ljóð, og birtust 11 þeirra
í Bræðrablaði. Árið 1868, 8 árum eftir lát séra Jóns, kom
út í Kaupmannahöfn úrval úr ritum hans í bundnu og
óbundnu máli, LfóSmœli og ýmislegt fleira, og sá vinur hans,
Steingrímur Thorsteinsson, um útgáfuna. Þar eru fyrst 3
Jón
Þorleifsson.
1) JS 516, 8vo.
2) Lbs. 3317, 4to, 151,—53. bls.
3) Lbs. 3318, 4to, 43.-45. bls.
4) Lbs. 240, 8vo. Tvö kvæðanna eru þó eldri en frá 1848, birtust í
Bræðrablaði í nóv. og des. 1847.