Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 63
Skímir
Ólafur konungur Goðröðarson
61
um syni Ólafs, en ártal er ekki nefnt. Loks mun hernaðar-
ins enn getið í „Annals of the Four Masters“ við árið 871,
sem samsvarar 873, en höfðingjar eru þar ekki nefndir, og
frásögnin er með minni ýkjublæ en annars staðar. Eru ekki
allar þessar frásagnir af einum og sama hernaði, bæði sú, sem
nefnir ívar sem aðalforingja, og hinar, sem nefna Bárð? Ef
svo er, hefur nafn fvars komizt inn í textann við mislestur
eða misritun, og ættin er ekki hans, heldur Bárðar. Þá hefur
sá, er setti saman „Three Fragments“, haft fyrir sér tvær
ósamhljóða heimildir um hernaðinn og með mismunandi ár-
setningum eins og víðar. Bárður var hinn mesti höfðingi
og réð mestu í Dyflinni eftir brottför Ólafs og dauða fvars
(873), unz hann lézt 881. Var því ekki óeðlilegt, þótt ein-
hverjum kæmi í hug að skrá ætt hans. Má og benda á, að
faðirinn er ekki sagður konungur, heldur fyrst langafinn. En
hvort sem tilgáta þessi er rétt eða ekki, getur ættartalan ekki
hrundið þeirri skoðun, að Ólafur konungur í Dyflinni og
Ólafur konungur af Vestfold séu sami maður. Til þess eru
of mörg vafaatriði ættartölunni tengd.
Hér er rétt að benda á nafnalíkingu, sem bendir til, að Ól-
afur konungur í Dyflinni hafi verið af ætt konunganna á
Vestfold. Sonur hans hét Eysteinn (Oistin), sem var veginn
með svikum af Hálfdani, dönskum víkingahöfðingja, árið 875.
En Eysteinn hét einmitt langafi Ólafs konungs af Vestfold,
eins og sýnt var. Er það athyglisvert, sökum þess að Eysteins-
nafn er fátítt í konungaættum, þeim er sannsögulegar eru.
Ari hinn fróði rekur karllegg sinn til Óleifs hins hvíta og
síðan til Ynglinga í Islendingabók á þessa lund:
Hálfdan hvítbeinn
I
Goðroðr
I
Óláfr
Helgi
i _
Ingjaldr, dóttursonr Sigurðar Bagnars sonar loðbrókar
I _
Óleifr inn hvíti.