Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 138
136
Gunnar Sveinsson
Skírnir
um söguna í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar, að hún sé
„makalaust snilldarlega útlögð — rétt eins og Egilsen hefði
gjört það11.1) Tvær aðrar þýðingar Jóns í lausu máli, Skemmti-
gangan undir linditrjánum (200—208) eftir Schiller og Mó5-
irin, sem missti barniS sitt,2) eftir H. C. Andersen, eru senni-
lega frá skólaárum hans, því að Steingrímur Thorsteinsson seg-
ir í bréfi einu árið 1864, að hann hafi séð þessar þýðingar.3)
Hlýtur það að hafa verið áður en Steingrímur sigldi til Hafn-
ar að loknu stúdentsprófi. Einu erindi, SjóferS lífsins, hefur
Jón snúið úr þýzku (34), og stælt hefur hann kvæði eftir
Horatius, VorkvœSi (18—19). Loks þýddu þeir Jón og Stein-
grímur „til skiptis“ leikrit Holbergs, Den stundeslöse, sem
skólapiltar léku 20.—22. desember 1849.4)
Eftir að námi lauk í lærða skólanum, fékkst Jón töluvert
við að yrkja, en tæplega er um framfarir að ræða frá skóla-
kveðskapnum. M. a. orti hann andleg ljóð og sálma, og eru
nú 2 þeirra í sálmabók íslenzku þjóðkirkjunnar. Enn fremur
hóf hann skáldsagnaritun, og var sögubrotið tJr hversdags-
lífinu prentað með Ljóðmælum hans. Stendur það að baki
Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen, en stíllinn er með mikl-
um ágætum.
Steingrímur Thorsteinsson fæddist 19. maí 1831 á Arnar-
stapa á Snæfellsnesi. Hann settist í lærða skólann 1846, lauk
„ . , stúdentsprófi 1851 og sigldi samsumars til
r_, ” . Kaupmannahafnar, þar sem hann las í fyrst-
1 horsteinsson. . *. „
unm logiræði, en siðan maliræði við haskol-
ann. Jafnframt náminu sinnti hann mjög bókmenntastörfum.
Hann lauk málfræðiprófi 1863 og stundaði síðan kennslu-
störf í Höfn, unz hann fluttist heim til Islands 1872. Varð
hann þá kennari við lærða skólann í Reykjavík, og 1904 varð
hann rektor skólans, sem þá hlaut heitið Hinn almenni mennta-
skóli í Reykjavik. Hann lézt í Reykjavík 21. ágúst 1913.
1) Bréf Matthíasar Jochumssonar, 53. bls.
2) Eiginhandarrit í Lhs. 325, 4to.
3) Eftirrit bréfsins m. h. Páls stúdents Pálssonar, Lhs. 598, 4to.
4) Sjá bréf frá Jóni til Helga Hálfdanarsonar, dags. í Reykjavík 28.
febrúar 1850, Lbs. 508, fol.