Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 200
198
Jón Þórarinsson og Ámi Kristjánsson
Skirnir
að fá að standa við hliðina á drottningunni, meðan setið
var undir borðum, og tala við hana, skemmta henni,
kyssa hendur hennar oftsinnis og þiggja af henni alls kyns
krásir, sem hún rétti að honum."1)
En Madame Pompadour ýtti Wolfgang litla frá sér, þegar
hann vildi sýna henni sömu bliðu og austurrísku keisara-
frúnni. „Hver er þessi kona, sem ekki vill kyssa mig?“ spurði
hann undrandi og særður.
Um þetta leyti voru fyrstu tónverk hans gefin út í París,
fjórar fiðlusónötur:
„Guð gerir með hverjum degi ný kraftaverk á þessum
dreng. . . . Hann kemur oft fram á opinberum tónleikum
og flytur við fyrstu sýn undirleik að aríum milli tónteg-
unda. Yfirleitt leikur hann allt „frá blaði“, sem fyrir
hann er sett. ... Fjórar sónötur eftir monsér Wolfgang
Mozart eru nú í eirstungunni.“2)
Síðan var haldið yfir sundið til Lundúna. Einnig þar komu
börnin fram fyrir hirðina. Konungurinn lét Wolfgang leika
á sembal frá blaði tónverk eftir Johan Christian Bach3),
Wagenseil, Hándel og fleiri. Enn meiri hrifningu vakti þó
orgelleikur hans:
„ ... Megi guð gefa Wolfgang okkar, heilladrengnum,
góða heilsu, þá mun allt blessast. . . . Hann lék svo vel á
orgel konungsins, og allir töldu hann starida þar framar
en í semballeik. Þá lék hann undir söng drottningar-
innar og bjó til upp úr sér nýja rödd við fiðluröddina í
aríum Hándels, svo að allir undruðust. 1 einu orði sagt;
það, sem hann kunni, þegar við lögðum upp i ferðina, er
hégómi einn hjá því, sem hann kann nú. Það er alveg
ótrúlegt!“4)
Wolfgang gerðist góðkunningi Joh. Chr. Bachs, en hann var
um þessar mundir tónameistari Englandsdrottningar. Nokkrir
opinberir tónleikar voru líka haldnir í London og vöktu geysi-
mikla athygli.
1) París 1. febr. 1764. 2) Sama.
3) Yngsti sonur Joh. Seb. Bachs, f. 1735, d. 1782, oft nefndur „Lun-
dúna-Bach“. 4) London 28. maí 1764.