Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 19
SKÍRNIR
MEÐ RAUÐANSKÚF
289
Þá kom inn í stofuna til okkar piltur, sem heima átti á Möðruvöllum,
hann þótti heldur vitgrannur. Hann kemur inn móður og másandi, og
segir að margir stríðsmenn ríði sunnan dalinn til að finna amtmann.
Sáum við systir þá brátt til mannaferða, stíga þeir af baki sunnan við tún-
garðinn og ganga heim að húsi fylktu liði, 4 eða 5 í röð. Flestir voru með
stóra rauða trefla. Hermenn voru þá rauðklæddir, og hefur Möðruvalla-
pilturinn haft einhvern pata af því.
Enginn var úti, ganga gestir að skíðgarðinum, ekki inn fyrir, síðan
með honum að norðurstafni, og þar hrópa þeir: „Lifi þjóðfrelsið! Lifi fé-
lagsskapur og samtök! Drepist kúgunarvaldið."24
Eina skýringin á rauðu treflunum, sem hefur einhverja raun-
verulega merkingu, er að skagfirskir bændur hafi ákveðið, sem
hópur, að bera þá sem tákn um óvirðingu sína við yfirvöldin og
löngun til að frelsast undan harðstjórn.
Mikilvægt er að það sé ljóst að boðin sem fólgin voru í lýsing-
arorðinu „r a u ð u r“ - ef við höfum skilið þau rétt - voru ekki
hluti af Hpprunalegri hugmynd Jónasar um Ijóðið. Sú hugmynd að
gefa ljóðinu þessa pólitísku vídd kann að hafa kviknað með
Jónasi þegar birting þess í Fjölni nálgaðist, og um leið hefur hann
gert sér ljóst að hér hafði hann tækifæri til að senda skilaboð til
fjölmargra lesenda sinna á Islandi. Seinna fannst Jónasi að þetta
hefði hann í raun og veru gert, eins og skýrt kemur fram í bréfi
sem hann skrifaði Páli Melsteð í júlí: „Ég hafði fyrirvaran í vor og
sendi kveðju mína með gamla Fjölni, því ég vissi ég mundi ekki
heldur en vant er skrifa mörgum" (2E213-14).
Hugmyndina um að bæta pólitískri vídd við ljóðið getur
Jónas hafa fengið annað hvort í Soro eða Kaupmannahöfn. Okk-
ur finnst líklegast að hann hafi fengið hana eftir að hann kom
aftur til Kaupmannahafnar 6. maí, kannski jafnvel (en þetta eru
auðvitað getgátur) í samræðum á fundi Fjölnismanna 9. maí.
Við látum öðrum eftir að gera upp við sig hvort breyting
Jónasar á textanum á elleftu stundu var góð hugmynd eða slæm.
24 Nýtt kirkjublað, 10. árg. (1915), bls. 94. Þessi frásögn var skráð eftir Þóru af
ritstjóranum, Þórhalli Bjarnasyni biskup. í eilítið eldri frásögn af atburðinum
eftir Boga Th. Melsteð (Óðinn, 9. árg. (1913), bls. 78-79) er ekki minnst á
rauðu treflana, né heldur í fjölmörgum öðrum heimildum sem Ólafur Odds-
son vitnar til (op. cit.).