Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 118
388
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
vitað er um leikstarfsemi, þó að þeir komist ekki á skrá Hagstof-
unnar vegna fámennis; þarna eru Grindavík, Höfn í Hornafirði,
Hólmavík, Búðardalur, svo og Hafnir, Breiðdalur og Grafarós,
að ógleymdum „Eyrunum" við Seyðisfjörð. I viðauka með þess-
ari grein er birtur listi yfir alla þessa staði og getið heimilda og
heimildarmanna.
Það er alkunn staðreynd að vagga leiklistar í nútímaskilningi
stendur í skólanum í Skálholti og á Hólavöllum. Þegar skólinn
flyst af Bessastöðum til Reykjavíkur árið 1846, hefst þar nokkuð
reglubundin leikstarfsemi. I Ijós kemur að þeir leikir hafa for-
dæmisgildi. A árunum eftir 1880 rísa upp ýmsir skólar í öllum
landsfjórðungum, framhaldsskólar á Möðruvöllum í Hörgárdal,
sem var eins konar arftaki hins forna Hólaskóla, og Flensborgar-
skóli í Hafnarfirði, bændaskólar í Ólafsdal, á Hólum, á Eiðum og
Hvanneyri, kvennaskólar, m.a. í Reykjavík og Ytri-Ey við
Blönduós, loks alþýðuskólar á Núpi í Dýrafirði og á Hvítárvöll-
um. Heimildir eru fyrir leiksýningum í öllum þessum skólum
nema í Kvennaskólanum í Reykjavík og frá Eiðum, meðan
bændaskóli er þar. Þá er einnig vitað um að börn í barnaskólum,
t.d. í Hnífsdal, léku stundum. Skrá yfir þessa starfsemi er birt í
viðauka.
Ekki verður annað sagt en að það komi á óvart hversu út-
breidd leikstarfsemi er í plássum og skólum landsins á þessum
árum. Enn meiri furðu vekur þó að í ljós kemur að leikstarfsemi
hefur átt sér stað víða til sveita á þessu tímabili. Er til vitnisburð-
ur um hana úr öllum fjórðungum. Oft eru aðstæður hinar frum-
stæðustu. En frumleg form gat þessi starfsemi einnig tekið á sig.
Snemma á þessari öld lét Guðmundur nokkur Felixson það boð
út ganga að hann ætlaði að flytja þætti úr Skugga-Sveini á Ægis-
síðuheiði í Rangárvallasýslu; fjöldi fólks dreif að, leiksviðið var
þúfnabarð og þar flutti karl valda kafla úr leiknum, klæddur
3872, 3669. Á Vesturlandi: 1098, 1772, 2493 og 3006 (kauptún), 8085, 7998,
7775, 7096 (sveitir). Á Vestfjörðum: 1349, 2598, 4558, 5420 (kauptún), 9197,
9883, 8828, 7977 (sveitir). Norðurland: 1101, 2600, 4580, 6605 (kauptún),
17.134, 17.649, 16.391, 16.339 (sveitir). Austurland: 723, 1877, 3057, 3648
(kauptún), 8369, 8757, 6656, 5702 (sveitir). Suðurland: 938, 1303, 2317, 4268
(kauptún), 12.677, 12.008, 10.933, 9486 (sveitir). Allar íbúatölur eru úr Hag-
skinnu, ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (1997).