Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 50
320
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
vel gert að inntaki hennar. Þannig kenndi Ágústínus, og kirkjan
með honum, að syndin erfðist til afkvæmanna við getnað.
Lúther braust út úr þessari hefð á grundvelli hins jákvæða
hjónabandsskilnings ritningarinnar sem er samhljóða kenningu
hans um réttlætingu af trú. Lúther dró fram hvernig hjónabandið
er farvegur góðra verka og kærleika Guðs, sem endurspeglast í
hjónaástinni. Lúther er að sjálfsögðu barn síns tíma og það kemur
skýrt fram í ritum hans. Þannig má greina sterkari áherslu á
„hreinlífi“ í þeim ritum sem hann skrifar um hjónabandið sem
munkur. Sú áhersla hverfur eftir að hann kvænist sjálfur og eign-
ast börn. Til marks um þessa þróun má nefna rit hans JJm góðu
verkin frá 1520, en þar leggur Lúther mikið upp úr hreinleika og
skírlífi og þeim erfiðleikum sem því fylgja. Hann segir: „Heilagur
Ágústínus segir að barátta skírlífisins sé hörðust allra baráttu
kristins manns, þegar af því einu, að hún stendur látlaust alla daga
og þeir hafa sjaldan yfirhöndina. Allir heilagir hafa kveinað og
grátið yfir því.“29 Lúther talar hér um skírlífið sem hreinlífi og
heiðarleika í umgengni við aðra, þ.e.a.s. að innan hjónabandsins
beri að umgangast kynhvötina með virðingu og hafa vald á henni
en vera ekki á valdi hennar. Maðurinn getur þó ekki losað sig al-
farið undan valdi hennar, þar sem hún er borin uppi af sköpunar-
orði Guðs. Maðurinn verður því hér sem annars staðar að láta
orð Guðs leiða sig.
Árið 1525 gengu þau Lúther og Katarína frá Bóra í hjónaband
og eftir fjögurra ára hjónaband kvað nokkuð við annan tón í um-
fjöllun hans um hjónabandið. Þannig segir hann í Fræðunum
minni: „Þú skalt ekki drýgja hór. Hvað er það? Svar: Vér eigum
að óttast og elska Guð, svo vér lifum hreinlega og siðlega í orðum
og gjörðum og sérhver hjón elski og virði hvort annað.“30 I
Fræðunum meiri lagði Lúther enn frekar áherslu á að hjónaband-
ið væri fyrir það fyrsta sett af Guði sem stofnun til að karl og
kona byggju saman, vegna þess að maðurinn væri vera af holdi og
blóði, sköpuð af Guði og væri ómögulegt að hemja sig. I annan
29 Urn góðu verkin, þýð. Magnús Runólfsson, Kristilegt stúdentafélag, Reykja-
vík 1974, 62-64, 62.
30 Fraði Lúthers hin minni, ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík 1968, 4.