Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 34
304
DICK RINGLER OG ÁSLAUG SVERRISDÓTTIR SKÍRNIR
því hefur verið haldið fram að ástarsamband hafi verið á milli þeirra.56
Ólafur segir að lokum: „Sagt er að Hólmfríður [...] hafi átt handrit af Ég
bið að heilsa, líklega ehr. Jónasar, en hafi látið það hverfa, ásamt bréfum
frá Jónasi, skömmu áður en hún lézt (sögn afkomenda hennar).“ Ólafur
leggur þessi gögn þannig fram að gefið er í skyn (þó að hann haldi því
aldrei beinlínis fram) að Hólmfríður Jónsdóttir hafi ort „Ætlið þið ekki
að yrkja betur“.
Árið 1969 brást Páll Bjarnason við því sem Ólafur lét að liggja á eft-
irfarandi hátt:
Ekkert mælir beinlínis gegn því, að Hólmfríður hafi ort kvæðið eða
einhver fyrir hennar hönd. En á það má benda, að eiginkona síra
Hallgríms var Kristrún sú, sem fyrrum var unnusta Baldvins Einars-
sonar og hann sveik í tryggðum (sjá rit Nönnu Ólafsdóttur: Baldvin
Einarsson og þjóðmálastarf hans, 19. o.v.). Var Kristrún sögð hag-
mælt.57
Varla kemur á óvart að Kristrún hafi verið hagmælt, þar sem hún var
yngri systir (tveim árum yngri) Guðnýjar skáldkonu frá Klömbrum.
Það er nú hægt að fullyrða með vissu að Kristrún Jónsdóttir (1806-
81) er höfundur „Ætlið þið ekki“. Til eru tvö afrit af kvæðinu til viðbót-
ar, bæði sannanlega með rithönd Kristrúnar, í safni kvæða hennar í Lbs.
4732 4to.58 Fyrra afritið inniheldur sex erindi,59 það síðara níu.60 Þau eru
greinilega uppköst höfundar að ljóði í vinnslu.
Tólf erinda-gerðin af kvæðinu í JS 268 4to og Þjms. 12056 er ekki
með hendi Kristrúnar, heldur að því er virðist með hendi bónda hennar,
séra Hallgríms Jónssonar (1811-80), prests að Hólmum í Reyðarfirði
(sem skýrir eflaust hvers vegna Þjms. 12056 var eitt sinn í vörslu sonar-
sonar hans).61
Kristrún og Hólmfríður Jónsdóttir voru mágkonur. Ef við tökum
mark á þeirri staðhæfingu afkomenda Hólmfríðar, sem vitnað var til að
framan, að hún hafi átt handrit að „Ég bið að heilsa!“ (væntanlega afrit
56 Sjá einkum Páll Bjarnason, Ástakvedskapur Bjarna Thorarensen og jónasar
Hallgrímssonar, Studia Islandica 28 (Reykjavík: Menningarsjóður, 1969), bls.
59-60.
57 Sama rit, bls. 59 n3.
58 Tilvitnunin í kvæðið í upphafi þessa viðbætis er tekin úr því síðara af þessum
tveim afritum, en stafsetning og greinarmerki færð til nútímahorfs.
59 Það inniheldur uppköst að erindum 1, 2, 3, 4, 11 og 12 af 12 erinda textanum í
JS 268 4to og Þjms. 12056.
60 I þessari gerð bætast við uppköst að erindum 5, 8 og 9.
61 Rithönd Hallgríms er staðfest af allmörgum af hans eigin kvæðum í Lbs. 4732
4to.