Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 211
SKÍRNIR
ÓSEGJANLEG ÁST
481
sjálfsmynd. Að þessu vinna „hinsegin fræðingar“ m.a. með því að beita
aðferð sem fram kemur í sögninni „queering“. Bein þýðing gæti verið
„að setja á skjön“ en í samhenginu merkir sögnin að „losa undan gagn-
kynhneigðu forræði" með því að sýna fram á að tiltekið (gagnkynhneigt)
viðfang er ávallt þegar afbyggt; þ.e. „hinsegin", öðruvísi en það „á“ að
vera, en ekki með heilsteypt „rétt“ eðli. Ef til vill væri ekki úr vegi að
smíða sögnina að „hin(n)segja“ og nota sem þýðingu á „queering", en
kannski kemur sögnin „að skjöna“ að jafngóðum notum.12
Hinsegin fræði innan háskóla og utan eru ekki síst andóf og andsvar
við uppgangi eða afturhvarfi til þess sem Berlant og Warner kalla „blæt-
isdýrkun hins normala"13 en henni fylgir krafan um að allir falli að hinu
gagnkynhneigða normi sem byggist á „hjónabandi, hernaðarsinnaðri
þjóðernishyggju og vernduðu fjölskyldulífi" og kallar í sjálfu sér á
útilokun samkynhneigðra.14 Gagnrýni á þetta norm er vissulega miðlæg í
hinsegin fræðum en þau snúa ekki eingöngu að málefnum homma og
lesbía heldur kryfja alla orðræðu og valdaformgerðir sem skilgreina kyn-
líf og kynferði út frá einsýnni gagnkynhneigð. Þannig geta hinsegin
fræði tengst og átt samleið með annars konar gagnrýni, til dæmis þeirri
sem lýtur að stéttabaráttu, kynþáttamisrétti og kvennakúgun - pólitískt
innihald gagnrýnna kenninga þarf ekki að vera einsleitt til að geta unnið
„sameiginlega“ að því að bin(n)segja eða skjöna heiminn. Hinsegin fræði
bjóða ekki upp á algilda lýsingu á veruleikanum og þar með raunhæfar
lausnir á öllum heimsins vandamálum. Þau stefna að því að setja úr
skorðum frekar en að njörva í kerfi. Engu að síður snúast þau, líkt og
(sumur) feminismi, ekki eingöngu um pólitík í venjulegri merkingu,
heldur um það hvernig einstaklingurinn getur komist af hér og nú og lif-
að sínu lífi, á sinn hátt. Hinsegin fræði eru því ekki regnhlífarhugtak fyr-
ir lesbíur, homma, tvíkynhneigða og kynskiptinga; hugtakið „hinsegin"
12 Orðið „hinsegin" (eða, það að vera á „hinn veginn") hefur skemmtilega vísun
í „hinn“ og þar með „annarleika“. Hljóðfræðilega (og sjónrænt) liggur beint
við að tengja orðið sögninni „að segja“ og stafsetja það „hin(n)segin(n); þ.e. sá
sem er „seginn“ eða sagður „hinn“ og verður það þar með! Sögnin „að
skjöna" þýðir, skv. Orðabók Menningarsjóðs, að skensa, sneiða að, hæðast að.
Þessar merkingar falla ágætlega að gjörningskenningu Judith Butler (sjá síðar)
en hún mælir með skopstælingu í pólitískum tilgangi.
13 Sjá „What Does Queer Theory Teach Us about X?“, bls. 345. „United States
culture increasingly fetishizes the normal.“ Höfundar eiga við Bandaríkin en
sama þróun er augljós hvarvetna í hinum vestræna heimi, ekki síst þar sem
hægri stjómvöld eru eða hafa verið við völd nýlega (sbr. „back-to-basics“
áróður ríkisstjórnar Johns Majors).
14 Sama grein, bls. 345.