Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 162
432
UNNUR BIRNA KARLSDÓTTIR
SKÍRNIR
og ætternið verra.“24 Á hinn bóginn stóðu íslendingar vel að vígi
á þessu sviði, að mati Guðmundar, því hann taldi enga arfborna
stéttaskiptingu vera fyrir hendi hér á landi. Hér væri aðeins ein
stétt og hún var af sérstaklega góðu kyni, allt frá upphafi Islands-
byggðar.25 Ólíkt Guðmundi, taldi Ágúst ekki rétt að gera afdrátt-
arlausan greinarmun á fólki eftir stéttum. Réttara væri að miða
við gáfur og hæfileika. Efnilegir og hæfileikaríkir einstaklingar
fyndust í öllum stéttum og sama gilti um einstaklinga af lakara
tagi. Mannkynbótasinnar ættu því ekki að miða eingöngu við
efnahag fólks og stéttarstöðu. Engu að síður samþykkti hann
flokkun mannkynbótasinna í stéttir sem væru hæfari og óhæfari
til mannræktar:
Nú er því svo farið, að minsta kosti í flestum stórborgum heimsins, að
lausung og lestir og allskonar eymd og sjúkdómar eiga frekast heima í
verstu og fátæklegustu hverfunum; en „borgarahverfin“ eru oft og einatt
bezt, því að þar er mestur dugurinn, skapfestan mest og óspilltastur
stofninn.26
Arfbótasinnum var tamt að draga upp andstæður til að ítreka
gildi hugmynda sinna. Urkynjun var stillt upp andspænis góð-
kynjun, öreiganum andspænis embættismanninum, verkalýðs-
stétt andspænis borgarastétt, hægfara heimsendi vegna kynspill-
ingar gegn framförum í kjölfar kynbóta. Andstæðan við bölsýni
arfbótasinna vegna fjölgunar þeirra óhæfu var sú framfarasinnaða
von sem þeir bundu við fjölgun þeirra hæfu. Á þessu sviði höfð-
aði mannkynbótastefnan til íslenskra frumkvöðla hennar, sem
voru fullvissir um að mannkynbætur leiddu til framþróunar. Þær
myndu í tímans rás útrýma sjúkdómum, stuðla að góðkynjun og
leiða mannkyn á braut velgengni og framfara. I Heilsufrœði,
kennslu- og alþýðubók Steingríms Matthíassonar sem kom út
árið 1920, er sérstakur kafli um „Arfgengi góðs og ills“. Þar
hnykkti Steingrímur á þeirri skoðun, sem hann hafði látið í ljós
árið 1913, að mannkynbótastefnan væri sterkasta vopnið í barátt-
24 Guðmundur Finnbogason: „Mannkynbætur", 192-97.
25 Dagblað, 4. ágúst 1925, 2.
26 Ágúst H. Bjarnason: Siðfrœði, 213-14.