Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 227
SKÍRNIR
ÓSEGJANLEG ÁST
497
Umfjöllun um Z: Astarsögu í blöðum og tímaritum er í sjálfu sér at-
hyglisverð. Ólíklegt er að íslenskt skáldverk fái öllu meiri umfjöllun en
2 hefur fengið. Ég hef undir höndum sex stutta blaðadóma, einn út-
varpspistil, sjónvarpsgagnrýni og einn lengri dóm úr bókmenntatímariti,
auk fjögurra blaðaviðtala við höfund í tilefni af útkomu bókarinnar og er
þá ekki allt talið. Eftirtektarvert er hve sammála gagnrýnendur og við-
mælendur eru í dómum sínum og túlkunum á sögunni. 2 fær góða og
ágæta dóma og einkunnarorð eins og „hugrökk bók“, „magnað verk“ og
„tímamótabók“. Þá er ljóst af því hve keimlíkar túlkanirnar eru að 2 er
með aðgengilegri bókum Vigdísar. Aðaláhersla gagnrýnenda er á ástina
og átök persóna. Ástarsagan virðist hafa verið hvalreki á fjörur gagn-
rýnenda og á köflum verða sumir dómarnir að hálfgerðu ástarhjali; við
lestur bókarinnar fyllist t.d. einn ritdómari „[ajngurværð, hlýj[u] og
[þeirri] löngun að vera sínum góður“.53 Kannski er ekki nema von að
einn gagnrýnandi spyrji: „Getur verið að bækurnar [hennar Vigdísar]
snúi lesandann niður í eitthvert annarlegt tilfinningalegt ástand og að það
ástand vari að lestri loknum?"54 2: Astarsaga er vissulega tilfinninga-
þrungin. Sagan gerist á einni nóttu og hefst á einmanalegri ferð Önnu á
afvikin stað. Hún er dauðvona en flýr af sjúkrahúsi til að ráða dauða sín-
um sjálf. Sjónarhornið er ýmist hjá Önnu eða Arnþrúði systur hennar
sem, ásamt Valgeiri sambýlismanni sínum og Z ástkonu Önnu, samein-
ast í örvæntingarfullri bið og leit að Önnu. I samtali þeirra þriggja, hugs-
unum þeirra, svo og hugsunum Önnu og lestri á bréfum og ljóðum, fer
fram upprifjun á sambandi systranna, sambandi þeirra við Z en líka til-
finningalegt uppgjör milli þeirra þriggja. Leitinni, og bókinni, lýkur á
því að þau finna Önnu, í fleiri en einum skilningi, koma að henni látinni,
en dauði hennar verður tákngerving fyrir „kennsl“ þeirra á eigin tilfinn-
ingum, umburðarlyndi og samkennd, og ástinni.
Samkynhneigð ber nær undantekningarlaust á góma hjá gagnrýnend-
um, enda snýst sagan um ástarsamband tveggja kvenna. Undirliggjandi
átök í bókinni hverfast um þá staðreynd að Anna er lesbísk og vandi
persóna felst í því að horfast í augu við og skilja það (Arnþrúður og Z),
eða að „velja“ að elska Önnu og játast „ástinni ósegjanlegu" (Z). Flestir
umsagnaraðilar látast þó ekki blindast af þessum þætti og fylgja „for-
skrift“ höfundar (sem ber að taka með fyrirvara!) um að Z: Astarsaga
fjalli „fyrst og fremst um ástina“. I ítarlegasta ritdómnum, sem hingað til
hefur birst, segir t.d. að það sé ekki „eðli samkynhneigðra sambanda í
53 Bergljót Davíðsdóttir, „Tímamótabók“, Helgarpósturinn, 14. nóvember 1996.
54 Marín Hrafnsdóttir, „Allt skiptir máli“, Dagur-Tíminn, 12. desember 1996.