Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 252
522
GEIR SVANSSON
SKlRNIR
athugasemdir um kynferði hans“ en Ágúst telur þá vera með því „að
eitra og veikja sannar tilfinningar“ (42). Ágúst og þeir sem honum tengj-
ast eru nokkurs konar verðir „sannra", þ.e. gagnkynhneigðra, tilfinn-
inga. Hlutverk þessara varða (sem þeir valda ekki!) er að halda að Þór-
unni réttu kyngervi og kalla hana til þess með ítrekun. Þegar ítrekunar-
ferlið dugar ekki fær Þórunn bágt fyrir. Sjö systur Ágústs úthýsa henni
og misþyrma fyrir þá sök að vera „vond“ kona, þ.e. fyrir að hlýða
Ágústi ekki eins og „góð“ kona.
I kaflanum sem fylgir þessari útskúfun vaknar Þórunn undir „falleg-
asta tré heimsins" sem er með „þúsund og eitthvað" augu (163). Þetta
glápandi tré, kannski tákn um náttúrulegan stöðugleika (og fallískt, þ.e.
gagnkynhneigt, gláp!), en er líka skilnings(vana)tré í aldingarði alsjáandi
guðs, talar um Þórunni í þriðju persónu en ávarpar hana svo í sífellu með
nafnorðinu „kona“ (varpar á hana kyngervinu kona), eða alls tuttugu og
þrisvar sinnum á fimm blaðsíðum. Raddir trésins brigsla henni, eins og
systurnar sjö, um að fara illa með Ágúst: „Af hverju ertu svona vond
kona, kona?“; „Kona afhverju veistu ekki afhverju þú ert vond kona?“
(165-66). Málsvörn Þórunnar felst hins vegar í því að fullyrða að hún sé
ekkert vond kona vegna þess að hún eigi „mann og dóttur langt í burtu
[...]“ (166).101 Þar með er hún að forminu til „góð kona“. Þórunn reynir
að útskýra afstöðu sína þó að málið sé „kannski flóknara en augu sem
eru föst uppí tré fá skilið“ (166). I útskýringunni notar hún í tvígang
málsgreinar sem svipar til hvor annarrar: „Þegar mabur er kona eins og
ég, í pilsi, á ferðalagi [...]“ og •„[...] ef maður er kona eins og ég á ferða-
lagi þá er maður ekki fastur uppí tré glápandi útúr sér augun heldur fast-
ur í líkama sem finnst gaman að æða uppá mótorhjól og gaman að gera
hitt og þetta sem kemur á óvart“ (166-67, leturbreyting mín). Setningar-
hlutinn maður er kona, sem út af fyrir sig og vegna tvítekningar er ref-
hvörf (oxymoron), „blandar" kyngervum og afbyggir með því „konu“
ávarpi trésins. Sama hlutverki gegnir andstæðan „að vera fastur“ og „að
vera á ferðalagi." I lok samtalsins virðist tréð einhverju nær en eftirfar-
andi hugleiðingar þess er vert að skoða í ljósi náttúrulegrar, fastrar (ör-
uggrar) tilveru trésins og rásandi sjálfs Þórunnar og óöryggis hennar:
- Aumingja konan, byrjaði pískrið.
- Hún á ekki sjö dagana sæla.
- Hún er ekki eins heppin og við sem dveljum hér í skjóli gróðursins.
101 Með þessu staðfestir Þórunn ef til vill skilgreiningu Wittigs á „konunni“ hér
að framan.