Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 80
350
GEIR SIGURÐSSON
SKÍRNIR
En kjarni kalvínismans í þessu samhengi er kenningin um hina
fyrirfram ákvörðuðu „náðarútvalningu“ Guðs, sem kvað á um að
fyrir sköpun heimsins hafi Guð af gjörræði sínu ákveðið örlög
hvers og eins um alla eilífð. Þannig hafi sumir verið „útvaldir“ og
munu hljóta eilíft líf, en aðrir „fordæmdir" og þeirra bíður eilífur
dauði að hinu jarðneska lífi loknu. I þessu felst að Guð, svo dóm-
ar hans gangi nú alveg upp, hafi gert hina útvöldu að „góðum“
mönnum sem séu hæfir til að velja hið „góða“; hinir fordæmdu
séu hins vegar „illir“ og óhæfir til góðra verka, og muni Guð
leiða þá í aðstæður þar sem víst er að þeir munu falla fyrir freist-
ingum og syndga.19 Þessi kenning er í fullu samræmi við þá túlk-
un Lúthers á fagnaðarerindinu að maðurinn frelsist ekki fyrir góð
verk, heldur fyrir trú. Hins vegar magnar hún margfalt upp þá
tilhneigingu einstaklingsins að líta á verkin sem merki eða vís-
bendingu um trúarafl sitt. Rifjum upp að Lúther lagði áherslu á
að góð verk fælust einfaldlega í því að rækja þá köllun sína að
sinna daglegum störfum - í því að afla náunganum lífsnauðsynja.
Fyrir kalvínistann, sem þráir ekkert heitar en að öðlast vissu um
að hann sé einn hinna kölluðu og að honum verði veitt innganga
um perluskreytt hlið himnaríkis, verða nú afköstin sú vísbending
sem hann einblínir fyrst og fremst á. Hinn útvaldi framkvæmir
góð verk - góð verk eru þau sem framleiða gæði fyrir samfélagið
- og því meira sem framleitt er, þeim mun betri eru verkin og
þeim mun meiri er vissan um útvalningu.
Sleitulaus vinna er þannig leið einstaklingsins til að öðlast
friðþægingu hugans, því það er hugarfarið sem tryggir honum
frelsun, en ekki verkin. Verkin eru aðeins merki um „rétt“ hugar-
far, eða fullnægjandi trú. Þó getur hann ekki unnið verk sín með
leiðarljós fyrir hinn trúaða í veraldlegu starfi sínu, sem Lúther útilokaði með
öllu. Þessi túlkun Lúthers náði þó sjaldan fótfestu í lútherskum trúardeildum,
heldur hefur iðulega verið stuðst við hina kalvínísku (sjá Theologische
Realenzyklopádie, Band V (1980), bls. 666; um þetta fjallar einnig Weber í
„Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus“, sjá t.d. bls. 75-78
°gl22).
19 Þessi atriði koma skýrt fram í Westminster-játningu bresku öldungakirkjunn-
ar (Presbyterianism) frá 1647; sjá Weber: „Die protestantische Ethik und der
Geist des Kapitalismus“, bls. 90.