Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 157
SKÍRNIR
,KYNBÆTT AF ÞÚSUND ÞRAUTUM'
427
þótt undarlegt megi þykja, þeirra bezta vátrygging. Fyrir það er alt hið
sjúka og sjúklega numið burt úr kynstofninum og hann gerður ónæmur
eða sífelt ónæmari fyrir plágum þeim, sem á hann hafa strítt.10
Eftir því sem læknavísindum fleygði fram ynnu mennirnir gegn
náttúruvalinu og nú gæti fólk, sem áður hefði dáið af meinum
sínum, lifað af og alið börn sem það arfleiddi að veiklun sinni og
veikt þannig kynstofninn.11 Agúst nefndi þetta atriði og virðist
hafa efast um réttmæti þessarar þróunar:
Það er t.d. nú talin hreinasta mannúðarskylda að halda hlífiskildi yfir
fólki, sem er sjúkt og veikt og getur kannske alls ekki lifað. Látum það
vera; það er ekki nema fallegt. En þegar þessu sama fólki leyfist óhindrað
og óátalið að auka kyn sitt og spilla þannig kynstofninum, þá fer að
verða meira en vafasamt, hvort þetta sé siðferðilega rétt og leyfilegt, og
maður fer að spyrja sjálfan sig, hvort ekki ætti með lögum að stemma
stigu fyrir þessu. Og geri maðurinn þetta ekki, þá er ekki hætt við öðru
en náttúran geri það, að hún þurki út fyr eða síðar alt það, sem sjúkt er
og spilt af jörðunni.12
Mannkynbótasinnum þótti auðsætt að ef náttúruvali hefði verið
raskað til muna í menningarsamfélögum nútímans gæti mann-
kynið ekki þróast, heldur myndi því hnigna. Maðurinn ætti því
ekki annarra kosta völ en að taka við hlutverki náttúrunnar að
velja þá hæfustu til að lifa og fjölga sér. Með meðvituðu úrvali
mætti vinna gegn úrkynjuninni sem röskunin á lögmálum náttúr-
unnar hefði þegar haft í för með sér.13
Mannkynbótasinnar rökstuddu fullyrðingar sínar um úrkynj-
un hvítra manna með tilvísan til rannsókna sem meðal annars áttu
að sýna fram á fjölgun geðveikra, þroskaheftra, flogaveikra, sjón-
dapurra, mállausra og heyrnarlausra. Siðleysi ykist stöðugt sem
lýsti sér best í vaxandi glæpatíðni, vændi og áfengissýki. Ótal
sjúkdómar herjuðu á samfélagið, svo sem berklar, krabbamein og
kynsjúkdómar. Við þetta bættist að miðstéttarfjölskyldur áttu að
10 Ágúst H. Bjarnason: Siðfrœði, 190.
11 Bayertz: GenEthics, 41-42.
12 Ágúst H. Bjarnason: Siðfrœði, 187.
13 Bayertz: GenEthics, 40-43.