Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 138
408
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
Viðauki
I. Leiksýningar í kaupstöðum og sjávarþorpum
Hér er rakið hvað vitað er um elstu leiksýningar í kaupstöðum og sjávar-
plássum og fylgt sólargangi um landið. Til viðmiðunar eru í svigum
birtar tölur um mannfjölda á stöðunum árin 1890, 1901, 1910 og 1920,
samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofu Islands (Hagskinna, 1997).
1. Akranes (622 [1890], 747 [1901], 808 [1910], 929 [1920]). Dagblað-
ið Vísir greinir frá leiksýningu á Akranesi 1913 (27. desember).
2. Borgarnes (21, 50, 157, 367). Talið er að leiksýningar hefjist í byrj-
un fyrri heimsstyrjaldarinnar, leikið í barnaskólanum, hugsanlega
einnig í Góðtemplarahúsinu að frumkvæði stúkunnar. Um 1920
stendur Ungmennafélagið fyrir sýningum. Sjá Jón Helgason:
Hundrað ár í Borgarnesi (1967), 231.
3. Ólafsvík (219, 612, 525, 442). Vitað um leiksýningu templara á ell-
efu ára afmæli góðtemplarastúku árið 1903; virðist þó vart vera
fyrsta leiksýning á staðnum. Sjá Gísli Ág. Gunnlaugsson og Ottó
A. Árnason: Saga Ólafsvíkur I (1987), 202.
4. Stykkishólmur (236, 363, 591, 680). Fyrsta leiksýning sem vitað er
um er Starkaðr gamli eftir Ólaf Thorlacius 1876-77. Þjóðólfur
getur þess 1878 að þá hafi verið leiknir í Stykkishólmi Utilegu-
mennirnir og tvö Moliére-leikrit. Árið eftir ieikið Víg Kjartans
Ólafssonar eftir Júlíönu Jónsdóttur. Eftir það nokkuð stöðug leik-
starfsemi a.m.k. til aldamóta. Sjá Stefán Jónsson í Leikhúsmálum,
jan.-febr. 1941; Jóhann Rafnsson: „Leikstarfsemi í Hólminum fyrir
aldamót", Afmælisrit leikfélagsins Grímnis (1982); Anna og Ólafur
Thorlacius, Óðinn 13 (1917).
5. Búðardalur. Leikrit í þremur þáttum virðist leikið þar 1915 eða
1916. Ef til vill var komið í gestaleik með Skugga-Svein frá Þor-
bergsstöðum í Laxárdal 1917. Sjá Steingr. J. Þorsteinsson: Jón
Thoroddsen og skáldsögur hans I (1943), 102; Islensk leiklist II,
192.
6. Flatey (173, 166, 175, 189). Upplýsingar vantar.
7. Patreksfjörður (100, 373, 475, 436). Ritaðar heimildir vantar.
Munnleg frásögn Jóns úr Vör (f. 1917) og Vikars Davíðssonar
(f. 1923) bendir til að þar hafi leiksýningar hafist á öðrum áratug
tuttugustu aldar.
8. Bíldudalur (30, 317, 285, 291). I handrituðum annálum Ingivalds
Nikulássonar (ljósrit í eigu greinarhöfundar) er fullyrt að fyrsta
leiksýning á Bíldudal hafi átt sér stað 1896. Blaðið Arnfirðingur
getur leiksýninga 1901-1903 og í blöðum málfundafélagsins Hvat-
ar er getið leiksýninga nærfellt á hverju ári fram til 1913. Árið 1899