Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 131
SKÍRNIR LEIKIÐ í HLÖÐUM OG Á PAKKHÚSLOFTUM 401
20 stöðum á landinu á tímabilinu sem hér er til skoðunar, og víða
var hann leikinn ár eftir ár. Sá annar skólapiltaleikur sem þótti
hvað mestum tíðindum sæta, Nýársnóttin, var hins vegar leikinn
mun óvíðar, enda krefst sá leikur mikils útbúnaðar. Auk þess
skutu leikir Sigurðar Péturssonar víða upp kollinum allt þetta
tímabil og sums staðar voru leikin I jólaleyfinu eftir Valdimar
Briem, Fé og ást eftir Jón Ólafsson og Heimkoman eftir Kristján
Jónsson. Loks má nefna Maurapúkann eftir Gunnlaug Einar
Gunnlaugsson, sem leikinn var nokkuð víða, en Gunnlaugur var
kominn úr skóla þegar hann samdi verkið.
Enginn reginmunur er á leikjum þessara „lærðu höfunda" og
sveitaskáldanna, allir eru þeir í raun að lýsa sama þjóðfélaginu og
það þjóðfélag er sveitasamfélag, hvort sem höfundarnir sækja efni
í sögu landsins eða þjóðsögur, ellegar í samtíð sína. Af sveita-
skáldunum liggur mest eftir tvo bændur, sem áður voru nefndir,
Ara Jónsson og Tómas Jónasson, en sjónleikur Ara, Sigríður
Eyjafjarðarsól, komst í hóp vinsælustu leikja. Það er til vitnis um
íslenska alþýðumenntun, að Tómas Jónasson tekur sér fyrir
hendur að snúa efnisþræðinum í Vetrarœvintýri Shakespeares upp
á íslenskar aðstæður í kunnasta leikriti sínu, YfirdómaranumN
Hér er ekki rúm til að telja upp alla þá íslensku sjónleiki sem
sáu dagsins ljós á þessu tímabili; það verður gert við annað tæki-
færi. En það lýsir allnokkrum leikþorsta að nánast allt sem leik-
hæft getur talist er tekið til sýningar, og gott betur. Við bætast
leikir sem verða til vestanhafs og er það efni í sérstaka könnun.
Þegar fyrstu íslensku skáldsögurnar líta dagsins ljós, sögur Jóns
Thoroddsens og Jóns Mýrdals, er þeim óðar breytt í leikform.
Annað til marks um þessa þörf að „leika sitt eigið þjóðlíf" eins og
séra Matthías orðaði það í margtilvitnaðri Þjóðólfsgrein 26. febr-
úar 1879, er sú tilhneiging að staðfæra erlenda úrvalsleiki, einkum
eftir Holberg, og snúa þeim upp á íslensk málefni. Þar riðu Svein-
björn Hallgrímsson og Helgi Jónsson á vaðið árið 1854 með Vef-
arann með tólfkóngaviti (1854), sem upphaflega heitir Den
politiske Kandestober. Þremur áratugum áður hafði Rasmus Rask
gefið tóninn og snarað Jean de France upp í Johannes von Hák-
34 íslensk leiklist I, 347-48.