Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 133
SKÍRNIR LEIKIÐ í HLÖÐUM OG Á PAKKHÚSLOFTUM
403
erlend leikrit, einkum dönsk, ensk og norsk. Þau höfðu þá venju-
lega fyrst komið fram í Reykjavík og eru fá dæmi þess að slík
leikrit hafi fyrst verið þýdd og leikin úti á landi. Sígildir erlendir
gleðileikir, einkum eftir Holberg og Moliére, slæddust út úr
Lærða skólanum og stungu öðru hverju upp kollinum, en einnig
voru dæmi um staðfærslur á þeim leikjum, líkt og til sveita.
Hin meginuppistaða verkefnanna í sjávarplássunum var þó
ofin úr innlendum þræði. Líkt og í sveitunum voru verk skóla-
skáldanna sums staðar leikin, svo og verk sveitaskáldanna, en auk
þess kom talsvert fram af leikverkum heimamanna. Þegar hefur
verið getið um Bjarna Pálsson á Stokkseyri, Olaf Thorlacius í
Stykkishólmi og Þorstein Egilson í Hafnarfirði, en bæta má við
verkum eftir Magnús Jochumsson og Árna Sveinsson á Isafirði og
Pál Jónsson Árdal á Akureyri. Verk þeirra Þorsteins og Páls voru
leikin miklu víðar. Leikir Magnúsar og Árna virðast með öllu
glataðir, en smáleikir Páls hafa reynst lífseigir enda rær hann
nokkuð á ný mið í efnisvali, þegar hann er að lýsa vaknandi smá-
bæjarmenningu. Líkt og í dæmi Bjarna, voru samin lög við einn
þessara leikja, Strikið (1891), og voru lögin eftir Magnús Einars-
son.
Upp úr aldamótum, eftir að Reykjavík hefur tekið afgerandi
forystu í verkefnavali og leikflutningi, gætir áhrifa þaðan nokkuð
í öðrum bæjum. Eitt og eitt raunsæisleikrita aldamótanna ratar til
Isafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar. Og þegar kemur fram á
íslenska tímabilið á öðrum áratugnum, ráðast menn utan Reykja-
víkur í að leika sum þessara leikrita, einkum leiki Einars Hjör-
leifssonar Kvaran, Lénharó fógeta og Syndir annarra og hina
nýuppgerðu Nýársnótt Indriða Einarssonar. I Winnipeg og víðar
sýna Vestur-íslendingar einnig Fjalla-Eyvind og Kvaransleikina.
Vinsælastur allra þessara leikja var, sem áður segir, Skugga-
Sveinn og verður eins konar þjóðarleikur Islendinga. Af erlend-
um leikjum er Ævintýri á gönguför eftir Hostrup vinsælast en
enski skopleikurinn Frxnka Charleys fer þó einnig víða.36
36 Sbr. skrá yfir sýningarstaði nokkurra vinsælla leikrita 1860-1920, sem greinar-
höfundur hefur gert (óbirt).