Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 208
478
GEIR SVANSSON
SKÍRNIR
dóttur og 2: Astarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur. Þetta eru ekki fyrstu
íslensku skáldverkin þar sem samkynhneigð kemur fram en fordæmi eru
fá. Vafalítið má finna „samkynhneigðar" vísanir á stangli í íslenskri bók-
menntaflóru, en fram undir 1960 er leitun að skáldverki sem sýnir
samkynhneigða reynslu á einlægan og opinskáan hátt. Orðræða samkyn-
hneigðar virðist hvergi hafa átt sér birtingarstað, ekki einu sinni í „neð-
anjarðarútgáfu", sem hefur reyndar aldrei verið sérlega öflug á Islandi.
Það ætti því að teljast til tíðinda þegar þrjár „hinsegin sögur“, skrifaðar
af þekktum rithöfundum, eru gefnar út hjá stórum, viðurkenndum for-
lögum. Þetta „helgibrot" virðist þó ekki hafa valdið neinum usla, nema
síður sé: Tvær bókanna, 2 og Dyrnar þröngu, voru tilnefndar til Islensku
bókmenntaverðlaunanna, en frekar hljótt var um Þá kvöldu ást, þrátt
fyrir eitraða satíru bókarinnar. Engu er líkara en þeir tímar séu liðnir
þegar hægt var að ögra og hneyksla. Kannski póstmódernískt hlutskipti
feli í sér að helgibrot eru alltaf þegar of seint á ferðinni?
Hingað til hefur lítið farið fyrir því að bókmenntafræðingar og aðrir
gagnrýnendur hafi skoðað þessar skáldsögur, og aðrar líkar, sérstaklega
út frá samkynhneigð. Menningarrýnar hafa þagað þunnu hljóði eins og
aðrir frá því að fyrst djarfaði fyrir samkynhneigðum þáttum, eða vísun-
um, í skrifum á Islandi (þ.e.a.s. þáttum sem ekki voru neikvæðir og for-
dæmandi). Lengi vel hafa fordómar útilokað slíka umræðu. Fyrir örfáum
árum hefur það tæplega hvarflað að mörgum að brydda upp á þvílíkum
„ósóma“ í dagblöðum og tímaritum allra landsmanna. Nóg fékk Tómas
Jónsson á baukinn fyrir sitt siðleysi, sem þó var túlkað með gagnkyn-
hneigðum formerkjum.6 Sennilega hefur tilefni slíkrar umfjöllunar heldur
ekki verið augljóst þar sem samkynhneigt fólk var alls ekki sýnilegt með
sama hætti og það er nú á tímum, fyrir utan örfáa þekkta „öfugugga" sem
máttu þola ofsóknir og aðkast fyrir útlit og orðspor. Nú eru breyttir tím-
ar en þrátt fyrir það létu „umsagnaraðilar" bókanna þriggja sér nær und-
antekningarlaust nægja að tæpa á þeim þáttum sem lúta að samkyn-
hneigð. Það læðist að manni sá grunur (og ég hef reyndar heyrt viðlíka
fleygt) að forsendur þessa „áhugaleysis“ séu þær að nú orðið sé samkyn-
hneigð sjálfsögð, að fordómarnir séu ekki lengur fyrir hendi og því
ósvinna (sem gott ef ekki lýsi örgustu fordómum) að skoða þennan þátt
sérstaklega. Þannig getur sjálf víðsýnin stuðlað að því að viðhalda þeim
samfellda þagnarhjúpi sem ríkt hefur um samkynhneigð í íslenskum bók-
menntum. Ekki er heldur ósennilegt að sumir telji að skáldskapur sé á
6 Skáldsagan var ekki og hefur enn ekki verið skoðuð sérstaklega með samkyn-
hneigð í huga en það gæti vissulega verið verðugt viðfangsefni.