Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 143
SKÍRNIR LEIKIÐ í HLÖÐUM OG Á PAKKHÚSLOFTUM
413
dikts og bændatal Seyðisfjarðar (í handriti). Sjá ennfr. Múlaþing 11
(1981).
33. Neskaupstaður í Norðfirði (75 [1901], 529 [1910], 770 [1920]).
Blaðið Austri segir 27. febrúar 1897 frá leiksýningu í Nesi í Norð-
firði.
34. Eskifjörður (190, 302, 425, 616). Leiksýningar hófust 1892 með til-
komu skemmtifélagsins Afram. Holbergsleikur (Geert Westphaler)
og nokkrir danskir smáleikir voru leiknir í febrúar 1893 og árið
eftir Hrólfur. Síðan leystist félagið upp en þó er vitað um sýningu
á Narfa árið 1895 og Hrólfi aftur árið eftir. Þá er og bindindisfé-
lagið Vonin með sýningar (t.d. Gestkomuna, glatað leikrit Krist-
jáns Jónssonar). Góðtemplarar reistu síðan hús og leikstarfsemin
(og „kúlíssur" og önnur leikáhöld) fluttust þangað. Fyrsta sýning-
in í nýja húsinu var á Vesturförunum eftir Matthías Jochumsson,
Skugga-Sveinn var leikinn árið 1898 og síðan var þar nær óslitin
leikstarfsemi, t.d. Jeppi á Fjalli og Ævintýri á gönguför um alda-
mótin. Sjá Einar Bragi Sigurðsson: Eskja II (1977), 90-98, 105; IV
(1983), 17; Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Heim til Islands, 36.
35. Reyðarfjörður (44 [1901], 110 [1910], 217 [1920]). Ekki er vitað
um leiksýningar á Búðareyri fyrr en um 1920 og var þá stofnuð
stúkan Sigurvon, sem efndi til leiksýninga. Leikið í pakkhúsum
kaupmanna. Barnaskóli reistur 1916; þar og í heimahúsum spunnin
leikrit út frá málsháttum. Upplýsingar í bréfi til greinarhöfundar
frá Guðmundi Magnússyni fv. fræðslustjóra (f. 1926), dags. 22.
júní 1997.
36. Fáskrúðsfjörður (262 [1901], 393 [1910], 461 [1920]). í endurminn-
ingum sínum nefnir Sigurjóna Jakobsdóttir að hún hafi tekið þátt í
leiksýningum á Fáskrúðsfirði áður en hún fluttist til Bakkagerðis
upp úr 1910. Munnleg heimild telur að um 1907 hafi að minnsta
kosti Skugga-Sveinn verið leikinn, en þá var góðtemplarahús reist
á staðnum, sömuleiðis Ævintýri á gönguför. Ekki er þó óhugsandi
að leikið hafi verið fyrr (1904). Munnlegar upplýsingar frá Baldri
Stefánssyni (f. 1920) o.fl. Vísað til dagbóka Jóns Stefánssonar versl-
unarþjóns í vörslu Hilmars Bjarnasonar, Eskifirði.
37. Breiðdalur. Vitnað er til sýningar á Vesturförunum eftir Matthías
Jochumsson fyrir aldamót og síðan aftur 1901. Heimatilbúin leik-
rit sýnd 1912 og 1914. Sjá Anna Aradóttir í Breiðdælu (1948), 150;
Eiríkur Sigurðsson og Guðjón Sveinsson í Breiðdœlu hinni nýju I
(1987), 194, 394.
38. Djúpivogur (41, 83, 113, 165). Ekki eru staðfestar fregnir af leik-
sýningum á Djúpavogi fyrr en upp úr 1920, eftir tilkomu Ung-
mennafélagsins Neista 1919. Ein fyrsta sýningin var á Skugga-
Sveini og leiktjöld málaði Finnur Jónsson. Upplýsingar frá