Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 189
SKÍRNIR
LAUNHELGAR LÆKNAVÍSINDANNA
459
Heimspekileg viðhorf til lœknisfrœði
Það sem heimspekingarnir kenndu mér um manneðlið, og þau
vísindi sem að manninum beinast, var í fyrsta lagi að missa aldrei
sjónar á því að eðli mannsins er tvískipt. Maðurinn er náttúruvera
og andleg vera í senn. Maðurinn er holdi klæddur, hluti af veröld-
inni og ofurseldur lögmálum efnisheimsins, en hann er jafnframt
gæddur vitund og skilningi sem skoðar efnisheiminn, tekur af-
stöðu til hans og einkennist fyrst og fremst af því að vera frjáls og
frábrugðinn efninu. - Þetta einfalda atriði skiptir meginmáli, og
þó virðist vera ótrúlega auðvelt að gleyma því. I öðru lagi áttaði
ég mig á því að aðferðirnar sem læknar beita til að greina sjúk-
dóma, og við meðferð gegn sjúkdómum, eiga mátt sinn því að
þakka að unnt er að líta á mannslíkamann sem ofurflókna vél sem
lýtur lögmálum eðlis- og efnafræði, líkt og aðrir efnishlutir. Að
verða læknir er ekki aðeins að ná valdi á tæknilegum aðferðum til
að greina sjúkdóma og veita meðferð gegn þeim, heldur jafnframt
að tileinka sér ákveðinn hugsunarhátt sem er forsenda fyrir öllum
tækniaðgerðum sem beinast að mannslíkamanum.
Þessi hugsunarháttur, eða grundvallarafstaða, sem er innifal-
inn í öllum tæknilegum læknisverkum, er í meginatriðum frá-
brugðinn þeim lögmálum sem gilda um hversdagsleg samskipti
manna. I venjulegum samskiptum gildir sú regla að hvor aðilinn
um sig tekur tillit til þess að hinn er skyni gædd vera, það er að
segja að hann er gæddur viti, vilja og tilfinningum. Raunsönn
virðing fyrir annarri mannveru, sem gerð er siðferðileg krafa um í
öllum samskiptum, er fólgin í því að viðurkenna þessi atriði.
Mikilvægustu mælikvarðarnir sem lagðir eru á framkomu manna
lúta einmitt að þessum þáttum. Þannig er það áfellisdómur um
mann, ef sagt er að hann virði vilja annarra að vettugi, að hann
hunsi skoðanir þeirra eða að hann troði tilfinningar manna undir
enda sé ekki hægt að ætlast til að neminn geri sér fulla grein fyrir því hvert sé
hlutverk og eðli starfsins í víðu samhengi. Til að girða að nokkru leyti fyrir
þessar mótbárur vil ég taka fram að ég hef nokkra starfsreynslu - mér telst til
að ég hafi „meðhöndlað" tæplega tvöþúsund sjúklinga frá því að ég fór að
praktísera sem læknir - að minnsta kosti nægilega mikla til að vita að ég hef
rnikla ánægju af starfinu.