Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 126
396
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
Gunnlaugsson, væntanlega Maurapúkann, árið 1886. Lærði skól-
inn er einnig fyrirmynd um annað verkefnaval.
Á sama tíma rísa kauptúnin upp hvert á fætur öðru og þar er
efnt til leiksýninga. Nú bætast í hópinn Bíldudalur, Bolungarvík,
Blönduós, Skagaströnd, Hofsós, Siglufjörður, Dalvík, Húsavík,
Vopnafjörður, Mjóifjörður, Nes í Norðfirði, Eskifjörður, Breið-
dalur, Stokkseyri og Eyrarbakki, Keflavík og Hafnarfjörður.
Reyndar er óvíst hvenær leiksýningar hófust á síðasttalda staðn-
um. Á Eyrarbakka og Stokkseyri er stundum erfitt að greina á
hvorum staðnum leikið er, og vera má að oft hafi sama sýningin
verið sett upp á báðum stöðum. Þarna eru frumflutt leikrit með
söngvum eftir Bjarna Pálsson á árunum 1887-89 og var það
nýlunda að semja lög fyrir leiksýningar.
Á þessum árum berast og fregnir af sýningum til sveita. Ey-
firðingar eru hvað dugmestir og eru sýningar á Grund, í Saurbæ,
á Öngulsstöðum og víðar og einnig þar koma fram frumsamin
verk eftir „sveitaskáldin" Ara Jónsson og Tómas Jónasson. Vitað
er um sýningar í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu á þessum tíma og
nokkrum árum síðar í Aðaldal, eins og áður var drepið á.
Sveitasýningum vex þó einkum ásmegin á tveimur fyrstu ára-
tugum tuttugustu aldarinnar og á ungmennafélagshreyfingin þátt
í því. Þá er vitað um sýningar í öllum fjórðungum, í Dölum, Sel-
árdal, Dýrafirði, í Skagafirði á Hraunum og við Kolkuós, víða í
Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu (Landamótssel), á Kóreksstöð-
um í Utmannasveit og á Höskuldsstöðum í Breiðdal, í Lónssveit,
í Hreppunum og í Biskupstungum.
Á þessum sömu árum bætast einnig í hópinn fleiri ört vaxandi
þéttbýliskjarnar og kauptún, bókstaflega um allt land, svo sem
skrá í viðauka ber með sér. Og sömuleiðis þeir skólar sem þá eru
nýteknir til starfa, eins og Bændaskólinn á Hvanneyri og „mjólk-
ur“-skólinn á Hvítárvöllum. Það heyrir til algjörra undantekn-
inga ef í skóla eða kauptúni heyrist ekki af leikstarfsemi á þessu
tímabili.
Sviðinn korktappi og kaffirót
Það lætur að líkum að ekki voru til staðar háreist hús með leik-
búnaði að hýsa alla þessa metnaðarfullu starfsemi. Til sveita var