Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 163
SKÍRNIR
KYNBÆTT AF ÞÚSUND ÞRAUTUM'
433
unni við sjúkdóma og gæti jafnvel með tímanum upprætt þá al-
gerlega:
Margir nafnkunnir vísindamenn hafa unnið að því að sameina í eina
heild þá þekkingu, sem unnist hefir við margra ára reynslu í kynbótum
dýra og jurta. Það þykir fullsannað, að erfðir og ættgengi fylgi föstum,
lögbundnum reglum. Við rannsókn á ættartölum og ættasögum má rekja
sömu lögin hjá mannkyninu.
Þegar þessi vísindagrein (Eugenics, þ.e. kyngöfgun) hefir náð meiri
og betri þroska, er sennilegt, að benda megi á óyggjandi ráð til að koma í
veg fyrir margt erfðabölið.27
í skrifum Ágústs H. Bjarnasonar kemur fram þessi sama trú á
mannkynbótastefnuna; markmið hennar, skrifar hann, „er sífeld
þróun upp á við og fram á við, síbatnandi menn, síbatnandi þjóð-
stofn [...]. Hún vinnur að því að gera þjóðstofninn svo úr garði,
að af honum geti ekki kviknað annað en einvalalið að síðustu."
Mannkynbætur muni því styrkja stöðu þjóðar þannig að hún
verði „hin útvalda meðal þjóðanna“.28
Guðmundur Finnbogason sá fyrir sér að Islendingar gætu
með þekkingu sinni á ættfræði lagt mikið af mörkum til mann-
kynbótafræðanna og kynbóta þjóðar sinnar og lagði hann til að
komið yrði á fót sérstakri „ættfræðistofnun“. Hún skyldi geyma
sem bestar og ítarlegastar upplýsingar um ættir Islendinga að
fornu og nýju, og „einhverja vitneskju um andlegt og líkamlegt
eðli hvers ættmanns". Hver einasti Islendingur nútíðar og fram-
tíðar yrði skráður í upplýsingasafn stofnunarinnar á þar til gerð
spjöld:
Á það væru færðar eftir settum reglum athuganir, er skylt væri að gera á
tilteknum tímum, um andlega og líkamlega eiginleika mannsins, og þau
æfiatriði, er verða mega til skilnings á eðli hans og kynkostum, sömu-
leiðis myndir af honum, þegar því yrði við komið. I þessari stofnun ætti
og að geyma ættarskjöl og æfisögur einstakra manna, rithönd þeirra og
raddrit, þegar það væri til. Hún ætti í stuttu máli að verða sá staður, er
geymdi hvað eina það, er orðið gæti grundvöllur ætta- og ættgengisrann-
sókna. Þar störfuðu vísindamenn, er rannsaka vildu ættgengi sérstakra
27 Steingrímur Matthíasson: Heilsufrœði, 163-64.
28 Ágúst H. Bjarnason: Siðfrœði, 224.