Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 215
SKÍRNIR
ÓSEGJANLEG ÁST
485
gervum, en þau „gervi“ er vissulega hægt að smeygja sér í en vafasamt þó
að um sjálfsmyndir eða kyngervi sé að ræða í öllum tilfellum.
I Efni(s)legum líkömumu áréttar Butler eða leiðréttir ýmis atriði úr
Kyngervisusla. Afstaða Butlers í bókinni hefur verið kölluð „afturhvarf
til líkamans" en í henni gagnrýnir hún og reynir að betrumbæta „félags-
lega mótunarhyggju".25 Bókin er enn frekari rannsókn á því hvernig
gagnkynhneigt forræði skapar kynferðisleg og pólitísk mál-efni. Butler
spyr hvaða líkamar skipta máli (eru efnilegir) og þar með „efnisgerðir"
(holdteknir) og hverjir útilokaðir. „Efni“, eða „efnisleiki", er ekki upp-
runalegt fyrirbæri utan orðræðu heldur hlaðið hugtak sem (tak)markar
notkun okkar á því. Butler kveður enn fastar að orði en í fyrri bókinni
um að kyngervisgjörningur, þar sem kyngervi tekur á sig efnisleika, feli
ekki í sér sjálfviljaða gjörð eða athöfn; gjörningur sé sérstakur háttur
orðræðuvalds en ekki skilvirk tjáning mannlegs vilja í textanum.
Gjörningur er ekki einstakur viðburður heldur alltaf ítrekun (iteration) á
normum eða normaklösum í hinu gagnkynhneigða kerfi (12). Itrekanir
eru þvingaðar/þvingandi og frelsi manneskjunnar innan kerfisins er tak-
markað. Þær eru alls staðar í þjóðfélaginu, í táknkerfinu sjálfu, allri
24 Bodies That Matter. Bein þýðing á titlinum væri Líkamar sem skipta máli, en
Butler er líka að leika sér með merkingu orðsins „matter“ eða „efni“. I bók-
inni skoðar hún hvaða líkamar eru mikilvægir í ráðandi orðræðu en líka
hvernig og hvaða líkamar eru úr efni eða efnisgerðir; s.s. efnilegir líkamar (sem
skipta máli) og Iíkamar úr efni (efnislegir): Efni(s)legir líkamar. - Þeir líkamar
sem efnisgera eða eru holdtaka norms fyrirskipaðrar gagnkynhneigðar eru
þeir líkamar sem skipta máli.
Póststrúktúralísk fræði og afbygging sérstaklega hafa verið sökuð um að
„gera“ Iíkamann að hreinum texta. Sársauki verði þannig að textalegum áhrif-
um. I þessum öfgum, sem Derrida er ranglega sagður „standa fyrir", er öll
pólitísk afstaða óhugsandi. En Butler hafnar alls ekki líkamanum (ekki frekar
en Derrida), eða öllu heldur hugtakinu „líkarni", en beitir hann róttækri gagn-
rýni eða afbyggingu. Líkaminn gæti virst efnislegur sannleikur utan allrar orð-
ræðu og óumdeilanlegt merkingarmið. En þarna er einmitt valdið dulið og
skilvirkt: Efni(s)leiki er dulin áhrif valds. Butler heldur því fram í bók sinni
(30) að það að afbyggja efni sé hreint ekki það sama og að afneita því eða nyt-
semi skilgreiningarinnar: að efast um forsendu er ekki það sama og að koma
henni fyrir kattarnef, heldur að frelsa hana úr frumspekilegum festum til að
komast að því hvaða pólitísku hagsmunir voru staðfestir í og með þessari
frumspekilegu stað-festingu. Með þessu er hægt að láta skilgreininguna gegna
öðrum og annars konar pólitískum markmiðum; það að koma efninu (líkam-
anum) í uppnám er hægt að skilja sem opnun á nýjum möguleikum, nýjum
Ieiðum til að (aðrir) líkamar verði efni(s)legir.
25 Um þetta „afturhvarf" sjá grein Pheng Cheah, „Mattering“, Diacritics, 26/1
(vor 1996), bls. 109.